Samfélagsmiðlar

Gjaldþrot ferðaskrifstofuveldis Arion banka kostar danska ferðaábyrgðasjóðinn 2,2 milljarða króna

Eignarhald Arion banka á Heimsferðum og tveimur dönskum ferðaskrifstofum var fært úr dönsku félagi yfir í íslenskt í síðustu viku. Tilkynnt var um gjaldþrot þess danska í gær.

Skjámynd af vef TravelCo.

„Þetta verður án vafa stærsta tapið í sögu sjóðsins þar sem Travelco Nordic var ein stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur,“ segir tilkynningu sem danski ferðaábyrgðasjóðurinn sendi frá sér í fyrradag í tengslum við gjaldþrot Travelco Nordic.

Það félag var í eigu Arion banka og hélt utan um eign hans í sex norrænum ferðaskrifstofum, þar á meðal Heimsferðum. Áður tilheyrðu ferðaskrifstofurnar Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar sem Arion tók yfir sumarið 2019.

Í viðtali við Ekstrabladet í Danmörku fullyrðir framkvæmdastjóri danska ferðaábyrgðasjóðsins að tjón hans vegna falls TravelCo verði að minnsta kosti um eitt hundrað milljónir danskra króna eða um 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Líkt og Túristi hefur fjallað um þá óskuðu forráðamenn TravelCo eftir leyfi hjá dönskum dómstólum til að hefja fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins fyrr í þessum mánuði.

Í tengslum við þá vinnu voru Heimsferðir og helmingshlutur í dönsku ferðaskrifstofunni Bravo Tours færð yfir í Sólbjarg ehf. sem einnig er í eigu Arion banka og Benedikt Gíslason, bankastjóri er stjórnarformaður í.

Túristi hefur óskað eftir skýringum frá Arion banka á þessum sviptingum í danska eignarhaldafélaginu síðustu daga. Í svari bankans er fullyrt að sala á TravelCo Nordic hafi verið á lokametrunum þegar heimsfaraldurinn skall á. Nú hafi fjárhagsstaða þess aftur á móti versnað til muna líkt og hjá öðrum félögum sem starfa í ferðaþjónustu.

„TravelCo er eina eign Sólbjargs, dótturfélags Arion banka, og er virði þess samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung tæpar 400 milljónir. Var eignin færð niður um rúman milljarð króna á fjórðungnum,“ segir í svari bankans.

Hvorki Arion banki né þeir aðilar sem sýnt höfðu kaupum á félaginu áhuga treystu sér aftur á móti til að starfrækja það áfram í óbreyttri mynd. Af þeim sökum fór TravelCo í fjárhagslega endurskipulagningu í Danmörku og félaginu skipaður sérstakur umsjónarmaður. Sá bauð allar eignir félagsins til sölu og bað áhugasömum að senda inn tilboð í eignirnar innan tiltekins frests.

„Danski ferðaábyrgðasjóðurinn skipar umsjónarmann í slíku ferli þegar um ferðaþjónustuaðila er að ræða og hefur atkvæðisrétt að því er varðar ákvörðunartöku í slíkri sölu. Arion banki, ásamt nýjum dönskum fjárfestum og stjórnendum félagsins, gerði tilboð í eignir Bravo Tours og Sun Tours með það að markmiði að lágmarka það tjón sem þegar var orðið, m.a. með því að bjarga sem flestum störfum og er stefnan að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum félagsins. Tilboði því var tekið með vitneskju og samþykki danska ferðaábyrgðasjóðsins,“ segir í svari Arion banka.

Þar segir jafnframt að vonir bankans standi til þess að þeir aðilar sem nú koma inn í hluthafahópinn taki að fullu við eignarhaldinu með tíð og tíma.

Arion banki staðfestir að lokum að gengið hafi verið að veðum í Heimsferðum og verður íslenska ferðaskrifstofan í eigu Sólbjargs, dótturfélags Arion banka.

Ekki liggur fyrir hver verða örlög sænsku ferðaskrifstofunnar Solresor sem einnig tilheyrði TravelCo né Solia í Noregi eða Matkavekka í Finnlandi.

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …