Ferðamenn í Færeyjum þurfa í skimun fyrir kórónaveirunni við komuna til landsins og aftur nokkrum dögum síðar. Þeir þurfa þó ekki að fara í sóttkví a milli prófana eins og hér á landi.
Það munu þó ekki vera margir ferðamenn í Færeyjum þessa dagana en fyrir helgi var engu að síður tekið í notkun fjögurra stjörnu hótel í Þórshöfn. Það ber heitið Hilton Garden Inn.
„Það var húsfyllir á veitingastaðnum föstudag, laugardag og sunnudag og til viðbótar kíktu margir við í drykk á laugardagskvöldið. Það var svo gist í um helmingi þeirra hundrað og þrjátíu herbergja sem á hótelinu eru. Við fengum því fljúgandi start,“ segir Tórstein Christiansen, markaðsstjóri Hilton í Þórshöfn, í samtali við Túrista.
Þetta er fyrsti hótelið í Færeyjum sem heyrir til alþjóðlegrar keðju og segir Tórstein að mikil spenna ríki meðal heimamanna fyrir hótelinu og veitingastaðnum Hallartúni. Hann segir fáar bókanir hafa borist erlendis frá en þó eitthvað frá dönskum ferðamönnum.
Upphaflega stóð til að vígja Hilton Garden Inn í sumar en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn.
Það er flugfélagið Atlantic Airways sem hafði frumkvæðið að komu Hilton til Færeyja. En hér á landi heyra einmitt Hilton hótelin þrjú í Reykjavík öll undir Icelandair hótelin.