Samfélagsmiðlar

Forsprakki hótelsins við Hörpu með sterk tengsl við Four Seasons hótelkeðjuna

Bandaríska fasteignafyrirtækið Carpenter&Company hefur leitt vinnuna við byggingu Edition hótelsins við Hörpu. Tvö Four Seasons hótel eru einnig á verkefnalista fyrirtækisins. Þar með er ekki öll sagan sögð af tengslum fyrirtækjanna tveggja.

Eins og sjá má á heimsíðu Carpenter & Company þá eru mörg hótel í byggingu á vegum fyrirtækisins. Þar af tvö Four Seasons hótel.

Malasíski kaup­sýslumaður­inn Vincent Tan hef­ur tryggt 40 millj­arða króna fjár­mögn­un til þess að hefjast handa við upp­bygg­ingu Four Seasons hótels á Miðbakk­an­um í Reykja­vík. Þetta fullyrti Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandairhótelanna og umsjónarmaður fjárfestinga Vincents Tan hér á landi í viðtali við Morgunblaðið í gær.

Þetta fimm stjörnu hótel yrði reist á lóð sem Vincent Tan keypti fyrir tveimur árum síðan við Geirsgötu 11. En líkt og fram hefur komið þá heimilar núverandi deiliskipulag ekki hótelbyggingu á svæðinu.

Nokkuð hundruð metrum frá lóðinni hans Vincent Tan er verið að leggja lokahönd á byggingu Marriott Edition hótels sem verður fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík. Forsprakki þess verkefnis er Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company

Það fyrirtæki kemur ekki aðeins að Marriott Edition hótelinu við Hörpu því á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið vinni líka að byggingu tveggja Four Seasons hótela. Annað þeirra er í Boston og hitt í New Orleans.

Þar með lýkur ekki tengslum Friedmann við Four Seasons því hann sat jafnframt í stjórn hótelkeðjunnar til margra ára en lét af störfum um síðustu áramót.

Þrátt fyrir þessu miklu tengsl Friedmann við Four Seasons þá ætlar sú hótelkeðja nú að reisa 150 herbergja hótel stuttan spöl frá Marriott Edition hótelinu hans Friedmann á hafnarbakkanum í Reykjavík.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …