Samfélagsmiðlar

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðarsendiherra ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) tilkynntu um verðlaunin í myndbandi sem Samtök ferðaþjónustunnar gáfu út.

Í tilkynningu frá SAF segir að nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar séu veitt fyrir athyglisverðar nýjungar í ferðaþjónustu og er ætlað að hvetja frumkvöðla og fyrirtæki í ferðaþjónustu innan samtakanna til nýsköpunar.

„Öllum er ljós sú erfiða staða sem ferðaþjónusta er í vegna heimsfaraldurs Covid-19. Staðan er vissulega erfið en framtíðarhorfur í ferðaþjónustu hér á landi eru mjög bjartar til lengri tíma. Á liðnu sumri upplifðu Íslendingar á ferðum sínum um landið þá gríðarlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu um land allt. Í stað þess að veita einu fyrirtæki verðlaunin í ár hlýtur atvinnugreinin í heild sinni – ferðaþjónusta á Íslandi – Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020,“ segir í tilkynningu.

Þar segir að með því að veita íslenskri ferðaþjónustu verðlaunin vilja samtökin leggja áherslu á þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í greininni á umliðnum árum og hrósa þeim hundruðum ferðaþjónustufyrirtækja og þúsundum starfsmanna þeirra um land allt fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu.

„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag segir í ágætu kvæði Tómasar Guðmundssonar. Það er á brattann að sækja í því ferðalagi sem við höfum nú tekst á hendur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í myndbandinu.

„Farsóttin hefur valdið miklum búsifjum, miklum usla. Áður en hún brast á var ferðaþjónustan orðin ein styrkasta stoð íslensks efnahags. Ferðamenn flykktust hingað til lands, himinlifandi yfir þeim viðtökum sem þeir nutu hér, himinlifandi yfir landi og þjóð, yfir þeirri yndislegu og ægifögru náttúru sem við njótum hér á Íslandi. Veiran fer, við munum ráða niðurlögum hennar. Ísland verður á sínum stað og það eru þið, fólkið í ferðaþjónustunni, sem gerir að verkum að fólk vildi flykkjast hingað til lands utan úr heimi og það eru þið, fólkið í ferðaþjónustunni, sem ræður því að fólk vill koma hingað aftur á nýjan leik,“ segir forseti Íslands.

Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðarsendiherra ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), segir í myndbandinu að það leynist tækifæri í þeim erfiðleikum sem ferðaþjónustan glímir nú við. „Tækifæri fyrir nýjar hugmyndir, nýsköpun, nýja tækni og lausnir á málum. Mér þykir svo vænt um ferðaþjónustuna hér á landi og ég veit að þið sem eruð að vinna í greininni munuð koma með alskonar frábærar hugmyndir. Ég veit að Ísland verður fremst á listanum hjá mörgum ferðamönnum vegna náttúrunnar okkar, öryggisins, plássins og ekki síst vegna þeirrar gestrisni sem ferðamenn hafa upplifað þegar þeir koma til landsins,“ segir Eliza Reid.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …