Samfélagsmiðlar

Líklegt að ferðaskrifstofur þurfi að þrauka ennþá lengur

Ferðaskrifstofan Atlantik er umsvifamikil í þjónustu við skemmtiferðaskip en líka í skipulagningu hópa- og hvataferða. Komandi sumarvertíð lofar ekki góðu eins og staðan er í dag.

Starfsmenn Atlantik sumarið 2018. Gunnar er fjórði frá hægri í efstu röð.

„Eins og staðan er núna og ef eitthvað fer í gang þá verða það væntanlega fyrst einstaklingar á eigin vegum sem hingað koma. Ég sé ekki fyrir mér skipulagðar hópferðir í bili. Frekari opnun landamæra gæti þá mögulega gert eitthvað fyrir gistiaðilana, afþreyingarfyrirtæki og bílaleigur í ár. Ferðaskrifstofur eins og okkar, sem eru í skipulögðum hópferðum, þurfa væntanlega að finna leiðir til að þreyja þorrann fram til 2022,” segir Gunnar Rafn Birgisson, stjórnarformaður og eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik, um horfurnar í ferðaþjónustunni.

Gunnar spyr sig því hvort fyrirtækin fái einhverja frekari hjálp nú þegar það stefnir í að tekjuleysið vari í lengri tíma en áður hefur verið gert ráð fyrir.

„Fyrirtækjunum blæðir út við þessar aðstæður og stjórnendur þurfa að meta hversu lengi þeir vilja halda úti rekstri við þær aðstæður. Í okkar tilfelli er tekjufallið á árinu 2020 rúmlega 99 prósent. Stuðningsaðgerðir eru hugsaðar út maí í ár en gera má ráð fyrir að þurrkatímabilið verði lengra.”

Beiðnir um að flytja hópaferðir til næsta árs

Það hefur komið fram í samtölum Túrista við forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja síðustu daga að nú berist þónokkuð af afbókunum fyrir næsta sumar. Gunnar segist líka verða var við þá þróun.

„Við erum farin að sjá afbókanir á hvatahópum inn í sumarið 2021 og nýjar bókanir láta bíða eftir sér þó við séum í sambandi við viðskiptavini og töluvert hefur verið að gera í tilboðsgerð og upplýsingagjöf. Sumir viðskiptavinir eru farnir að spyrjast fyrir um flutning á hópum til 2022.”

Skipafyrirtækin að undirbúa ferðir

Stór hluti af umsvifum Atlantik snýr að farþegum skemmtiferðaskipa og Gunnar segir að skipafyrirtækin séu að undirbúa siglingar hingað til lands. Flest skipin eru hins vegar bundin við bryggju víðsvegar um heiminn og smitvarnir á landamærum hér á landi, eins og þær eru í dag, myndu líka koma í veg fyrir að eitthvað yrði úr sumarvertíðinni hjá skemmtiferðaskipunum að mati Gunnars.

Það sama eigi við hvataferðir því þær séu yfirleitt um og innan við fimm daga langar. Það er jafn langur tími og ferðamenn þurfa í dag að fara í sóttkví á milli sýnataka.

Reglur við landamærin verði að ná til langs tíma

„Við skiljum mikilvægi sóttvarnareftirlits á landamærum en meðan reglur gilda fyrir stutt tímabil í einu, eða breytast dag frá degi, þá gerist lítið sem ekkert innan ferðaþjónustunnar. Við sitjum þá auðum höndum áfram í sumar að öllu óbreyttu. Viðskiptavinir okkar eru að spyrja um stöðu mála en eins og svörin eru í dag þá gerist lítið.“

Gunnar kallar því eftir áætlun varðandi opnun landamæra og segir að þær reglur sem settar verða, þurfi að horfa til lengri tíma ef hingað eigi að koma einhverjir ferðamenn á næstunni. Í því samhengi bendir hann á að aðdragandi hefðbundinna hópferða sé vanalega a.m.k þrír til níu mánuðir.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …