Samfélagsmiðlar

Líklegt að ferðaskrifstofur þurfi að þrauka ennþá lengur

Ferðaskrifstofan Atlantik er umsvifamikil í þjónustu við skemmtiferðaskip en líka í skipulagningu hópa- og hvataferða. Komandi sumarvertíð lofar ekki góðu eins og staðan er í dag.

Starfsmenn Atlantik sumarið 2018. Gunnar er fjórði frá hægri í efstu röð.

„Eins og staðan er núna og ef eitthvað fer í gang þá verða það væntanlega fyrst einstaklingar á eigin vegum sem hingað koma. Ég sé ekki fyrir mér skipulagðar hópferðir í bili. Frekari opnun landamæra gæti þá mögulega gert eitthvað fyrir gistiaðilana, afþreyingarfyrirtæki og bílaleigur í ár. Ferðaskrifstofur eins og okkar, sem eru í skipulögðum hópferðum, þurfa væntanlega að finna leiðir til að þreyja þorrann fram til 2022,” segir Gunnar Rafn Birgisson, stjórnarformaður og eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik, um horfurnar í ferðaþjónustunni.

Gunnar spyr sig því hvort fyrirtækin fái einhverja frekari hjálp nú þegar það stefnir í að tekjuleysið vari í lengri tíma en áður hefur verið gert ráð fyrir.

„Fyrirtækjunum blæðir út við þessar aðstæður og stjórnendur þurfa að meta hversu lengi þeir vilja halda úti rekstri við þær aðstæður. Í okkar tilfelli er tekjufallið á árinu 2020 rúmlega 99 prósent. Stuðningsaðgerðir eru hugsaðar út maí í ár en gera má ráð fyrir að þurrkatímabilið verði lengra.”

Beiðnir um að flytja hópaferðir til næsta árs

Það hefur komið fram í samtölum Túrista við forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja síðustu daga að nú berist þónokkuð af afbókunum fyrir næsta sumar. Gunnar segist líka verða var við þá þróun.

„Við erum farin að sjá afbókanir á hvatahópum inn í sumarið 2021 og nýjar bókanir láta bíða eftir sér þó við séum í sambandi við viðskiptavini og töluvert hefur verið að gera í tilboðsgerð og upplýsingagjöf. Sumir viðskiptavinir eru farnir að spyrjast fyrir um flutning á hópum til 2022.”

Skipafyrirtækin að undirbúa ferðir

Stór hluti af umsvifum Atlantik snýr að farþegum skemmtiferðaskipa og Gunnar segir að skipafyrirtækin séu að undirbúa siglingar hingað til lands. Flest skipin eru hins vegar bundin við bryggju víðsvegar um heiminn og smitvarnir á landamærum hér á landi, eins og þær eru í dag, myndu líka koma í veg fyrir að eitthvað yrði úr sumarvertíðinni hjá skemmtiferðaskipunum að mati Gunnars.

Það sama eigi við hvataferðir því þær séu yfirleitt um og innan við fimm daga langar. Það er jafn langur tími og ferðamenn þurfa í dag að fara í sóttkví á milli sýnataka.

Reglur við landamærin verði að ná til langs tíma

„Við skiljum mikilvægi sóttvarnareftirlits á landamærum en meðan reglur gilda fyrir stutt tímabil í einu, eða breytast dag frá degi, þá gerist lítið sem ekkert innan ferðaþjónustunnar. Við sitjum þá auðum höndum áfram í sumar að öllu óbreyttu. Viðskiptavinir okkar eru að spyrja um stöðu mála en eins og svörin eru í dag þá gerist lítið.“

Gunnar kallar því eftir áætlun varðandi opnun landamæra og segir að þær reglur sem settar verða, þurfi að horfa til lengri tíma ef hingað eigi að koma einhverjir ferðamenn á næstunni. Í því samhengi bendir hann á að aðdragandi hefðbundinna hópferða sé vanalega a.m.k þrír til níu mánuðir.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …