Í kringum jól og áramót fjölgaði flugferðunum til og frá landinu umtalsvert frá því sem verið hefur í vetur. Bæði jukust umsvif Icelandair töluvert og eins fjölgaði ferðum erlendra flugfélaga til Keflavíkurflugvallar. Áhrifa þessa gættu fyrstu dagana í janúar því þá voru farnar sextíu og sjö áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli.
Það er mikil viðbót frá því sem var fyrstu tíu dagana í desember þegar brottfarirnar voru aðeins tuttugu og fjórar.
Ef horft er heilt ár aftur í tímann þá er hefur ferðunum hins vegar fækkað gríðarlega. Fyrstu tíu daga nýliðins árs voru nefnilega farnar 435 ferðir frá Keflavíkurflugvelli.
Samdrátturinn 1. til 10. janúar í ár er því 85 prósent miðað við sama tímabili í fyrra. Til samanburðar fækkaði flugferðum um meginland Evrópu um 61 prósent á þessum sama tímabili samkvæmt samantekt Eurocontrol.