Samfélagsmiðlar

Nú berast bókanir nánast daglega

Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu segir það koma sér á óvart hvaðan einstaklingsbókanir komi þessa dagana. Á sama tíma sé verið að færa hópa frá komandi sumri og fram á það næsta.

„Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót," segir framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.

„Það versta við þetta ástand er allt starfsfólkið sem er á atvinnuleysisbótum að bíða eftir að komast aftur í vinnu, ég hef áhyggjur af því að einhverjir muni aldrei snúa til baka. Eftir því sem lengra líður missum við fleiri út,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Eldingar, um stöðu mála hjá fyrirtækinu í dag. Elding hefur lengi verið umsvifamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins í hvalaskoðun.

Rannveig segir að eins sé staðan í dag þá sé ekki hægt að ráða inn fólk. Hún gerir sér þó vonir um að endurráða lykilstarfsmenn smá saman fram á vorið.

„Ég var með plön að byrja að endurráða starfsmenn í byrjun desember en það breyttist allt þegar það varð ljósara að það sé ekkert að fara að stað fyrr en í sumar eða haust. Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót. Núna má segja að við séum komin í hýði, höldum öllu í lágmarki fram á vor og getum byrjað í sumar þegar ferðaþjónustan fer vonandi af stað á ný.”

Áhugi hjá Bretum og Þjóðverjum

Aðspurð um hvort það berist fyrirspurnir og pantanir þá segir Rannveig að nú komi inn einhverjar bókanir á nánast hverjum degi. Það sé breyting í rétta átt því áður hafi þær bara verið nokkrar í mánuði.

„Þetta eru allavega teikn um að markaðurinn sé aðeins að taka við sér og söluaðilar út í heimi segja okkur að Ísland sé eitt af þeim löndum mjög margir séu að horfa til. Áhuginn er til að mynda mikill hjá Bretum og Þjóðverjum eins og áður en svo eru auðvitað spurning hvenær fólk fer í raun að ferðast.“

Mikilvægt að hafa stórt sölunet

Rannveig segir það koma smá á óvart að þær einstaklingsbókanir sem koma inn núna séu nánast allar að koma frá stóru netbókunarfyrirtækjum.

„Þetta eru pantanir fyrir næsta sumar og haust og jafnvel fram á árið 2022. Þessi fyrirtæki eru svo að selja áfram í gegnum flugfélög og fleiri stóra aðila sem eru ekki með samninga beint við birgjana. Núna gildir einfaldlega að hafa söluna á sem flestum stöðum og vera með dreift net,” bætir Rannveig við.  

Reiknar frekar með ferðamönnum á eigin vegum

Hún segir að því miður sé strax farið að fækka þeim hópum sem búið var að bóka fyrir þetta ár. Sumir eru að færa fram á árið 2022 en aðrir að afbóka alveg. 

„Tilfinningin mín er er að fólk muni taka ákvörðunina með skömmum fyrirvara og ferðast frekar á eigin vegum en í hópum.“

Erfitt að vinna að úrbótum í þessu ástandi

Nú er nærri ár liðið frá því að ferðatakmarkanir urðu almennar í okkar heimshluta og ferðaþjónustan stöðvaðist. Og Rannveig viðurkennir að það hefði verið gott að nýta tímann betur síðustu mánuði í skipulagninu á rekstrinum.

„Sérstaklega þegar kemur að umhverfismálum, betri vinnuferlum og öðru sem getur bætt og einfaldað reksturinn. Við viljum öll gera ennþá betur en það er þó erfitt að vinna að úrbótarverkefnum þegar engir eða fáir starfsmenn eru til staðar. Það sem við þurfum að leggja áhersluna á núna er að þrauka áfram, halda gleðinni og vera tilbúin þegar allt fer að stað. Þrátt fyrir allt þá vill ég trúa því að við verðum ennþá sterkari þegar við rísum upp aftur,“ segir Rannveig að lokum.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …