Evrópskir túristar streyma vanalega til Mallorca frá vori og fram á haust en ferðamálayfirvöld á eyjunni telja sig þó eiga möguleika á að laða til eyjunnar fleiri ferðamenn aðra mánuði ársins. Þar er sérstaklega horft til þeirra sem vilja hjóla um sólareyjuna vinsælu.
Af þeim sökum eru nú uppi áform um að lengja hjólastígakerfið í nágrenni við höfuðborgina Palma. Í dag eru stígarnir í kringum borgina 90 kílómetra langir en innan fárra ára verður hægt að hjóla tvöfalt lengri leið á sérstökum stígum.