Samfélagsmiðlar

Fyrsta einvígi Icelandair og Wizz air að hefjast

Síðastliðið sumar hóf Wizz air að fljúga hingað frá Mílanó en þá felldi Icelandair niður allar ferðir sínar þangað. Á komandi sumri stefnir í fyrsta slag félaganna á sömu flugleiðinni því bæði gera ráð fyrir reglulegum ferðum til ítölsku borgarinnar.

Frá Mílanó.

Frá því að Wow air féll hefur Wizz air verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og það hefur fengið að sinna sínum helsta markaði fyrir Íslandsflug í friði fyrir keppinautunum. Wizz air á heldur ekki í beinni samkeppni við Icelandair á neinni flugleið. Reyndar bjóða þau bæði upp á ferðir héðan til London en ekki til sömu flugvallanna þar í borg.

Nú í sumar munu þotur beggja félaga aftur á móti fljúga reglulega sömu leiðina, nánar tiltekið milli Keflavíkurflugvallar og Malpensa flugvallar við Mílanó. Munurinn á lægstu fargjöldum flugfélaganna á þessari leið er töluverður. Það sama má reyndar segja um kjör áhafnanna.

Fjögurra klukkustunda flug á tæpar fimm þúsund krónur

Ódýrasti farmiðinn með Icelandair til ítölsku borgarinnar í sumar kostar 18.900 krónur, aðra leið, samkvæmt auglýsingum félagsins. Sem fyrr gerir félagið þó neytendum erfitt fyrir að finna farmiða á þessu auglýsta verði á heimasíðu sinni. Þar er nefnilega ekkert verðdagatal að finna nema fyrir nokkra áfangastaði og svo virðist sem heimsfaraldurinn hafi ekki verið nýttur í betrumbætur á bókunarvél félagsins. Þeir sem eru sveigjanlegir með ferðadaga geta því ekki á einfaldan hátt skoðað úrvalið hjá Icelandair.

Á heimasíðu Wizz air, líkt og flestra annarra flugfélaga, má hins vegar fá yfirlit yfir fargjöld næstu mánaða. Og sá ódýrasti í sumar, með Wizz air frá Keflavík til Mílanó, kostar tæpar fimm þúsund krónur.

Farmiðaverðið er oftar en ekki þónokkuð hærra og oftast á bilinu átta til tólf þúsund krónur, aðra leið. Það er því töluvert lægra en Icelandair býður best.

Hjá báðum félögum er innritaður farangurinn ekki innifalinn né veitingar um borð. Hjá Wizz air er stærð handfarangursins takmarkaður við töskur sem komast undir sætin.

Sniðganga félagið vegna starfsmannamála

Ein af skýringum þess að Wizz air getur boðið svona lág fargjöld er starfsmannastefna félagsins. Stjórnendur þess vilja ekkert með stéttarfélög hafa. Flugmenn og flugfreyjur- og þjónar eru því oftast ráðnir sem verktakar. Þar með eru réttindi áhafna takmarkaðri og launin lægri en þekkist hér á landi enda gerir Wizz air að mestu út frá löndum í austurhluta Evrópu.

Þannig notast félagið meira að segja við pólskar áhafnir í innanlandsflugi sínu í Noregi. Þar í landi hafa starfsmannamál Wizz air verið harðlega gagnrýnd og sérstaklega sú stefna að gera ekki samninga við starfsmenn í gegnum stéttarfélag. Og það eru ekki bara norskir verkalýðsforkólfar sem hafa mælst til þess að Norðmenn sniðgangi félagið. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur líka gefið út að hún muni ekki fljúga með því.

Það er reyndar ekki langt síðan allt fór í loft upp hjá Icelandair þegar forráðamenn þess sögðu upp samningi við Flugfreyjufélag Íslands.

Ítalskir ferðamenn síðsumars

Tíðari flugsamgöngur í sumar milli Íslands og Ítalíu eru ekki bara góð tíðindi fyrir Íslendinga á leið út heldur líka ferðaþjónustuna. Ítalir eru nefnilega fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi á sumrin og á því varð engin breyting í fyrra þrátt fyrir að Covid-19 hafi leikið Ítalíu grátt.

Samdrátturinn í Íslandsferðum Ítala varð nefnilega mun minni í fyrra en til að mynda Frakka og Spánverja líkt og Túristi fór yfir nýverið. Engu að síður voru flugsamgöngurnar takmarkaðir hingað frá Ítalíu en nágrannalöndunum. Hluti af skýringunni er sú að Icelandair felldi niður allar ferðir sínar til Mílanó í fyrra.

Wizz air tók hins vegar við keflinu. Og nú er að sjá hvernig ferðamannastraumurinn verður frá Ítalíu í sumar nú þegar tvö flugfélög verða með reglulegar sætaferðir til Íslands frá Mílanó.

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …