Samfélagsmiðlar

Efnameiri Bandaríkjamenn horfa til Íslands í sumar

Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hefur einbeitt sér að dýrari ferðum um landið. Og áhuginn er að aukast fyrir sumarið. Þegar fram í sækir verður opnun fimm stjörnu hótels í Reykjavík góð viðbót við markaðinn og líka metnaðarfull uppbygging út á landi að mati Erling Aspelund, framkvæmdastjóra Iceland Encounter.

Hjónin Kristín Björnsdóttir og Erling Aspelund stofnuðu Iceland Encounter árið 2009. Að jafnaði vinna tíu manns hjá ferðaskrifstofunni sem sérhæfir sig í ferðum fyrir efnameiri ferðamenn, sérstaklega frá Bandaríkjunum.

„Flestar þær bókanir sem við höfum verið að fá að undanförnu eru ekki frá barnafjölskyldum. Þetta er aðallega fullorðið fólk sem er bólusett. Það er engu að síður mjög mikill áhugi hjá fjölskyldum og við höfum unnið mikið með þeim hópi í gegnum tíðina. Þetta fólk er þó aðeins hikandi núna þar sem krakkar þurfa að vera í sóttkví á komudegi á meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku,” segir Erling Aspelund framkvæmdastjóri og meðeigandi Iceland Encounter.

Stærsti kúnnahópur ferðaskrifstofunnar eru efnamiklir Bandaríkjamenn og nokkrar ferðir í maí hafa þegar selst. Flestir eru þó að skoða reisur í júlí og ágúst.

Vísbendingar um að dvalartíminn lengist

Því hefur verið spáð að fólk muni gefa sér lengri tíma í ferðalög nú þegar heimurinn opnast á ný. Eru teikn á lofti um að það eigi við um viðskiptavini Iceland Encounter?

„Okkur finnst við sjá það alveg hiklaust. Bandaríkjamenn eru auðvitað með mjög stutt sumarfrí þannig að þeir fara í margar stuttar ferðir yfir árið og reyna að tengja þær við stórhátíðir, t.d. jól og páska. Fimm til sjö daga ferðir hafa verið reglan en núna er fólk að bóka tíu til fjórtán daga reisur,“ svarar Erling.

Allir út á land

Spurður hvar viðskiptavinir Iceland Encounter gisti helst á ferðum sínum þá segir Erling að allar ferðir geri ráð fyrir að dvöl úti á landi. Mantra Iceland Encounter er nefnilega sú að Ísland snúist um náttúruna og fólk öðlist ekki skilning á landinu nema að fara út fyrir Reykjavík.

„Okkar kúnnahópur er töluvert öðruvísi en hinn almenni bandaríski ferðamaður á Íslandi sem gistir mest á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum frá upphafi einbeitt okkur að dýrari ferðum fyrir efnameiri kúnna sem oft eru fjölskyldur. Þetta er fólk sem vill helst ekki vera innan um aðra ferðamenn og allar ferðirnar okkar eru með leiðsögumanni. Enginn ferðast á eigin vegum. Þetta er alltaf ein fjölskylda eða einn hópur saman með íslenskum leiðsögumanni,” útskýrir Erling.

Fólk sem er með eigin ferðaskipuleggjanda

Hann bætir því við að nær allar ferðir Iceland Encounter séu í gegnum agenta í Bandaríkjunum. Fagfólk sem vinnur með vel stæðum Bandaríkjamönnum og er þeirra eigin ferðaskipuleggjandi. Á sama hátt og þau eru með endurskoðanda og klippara.

„Einu sinni á ári fundar ferðaskipuleggjandinn með viðskiptavininum og kemur með tillögur að ferðum ársins. Þar er t.d. sumarferð, borgarferð og svo skíðaferð. Það skiptir þá öllu máli fyrir agentinn að ferðirnar gangi vel og að kúnninn snúi heim ánægður,“ bætir Erling við.

Fimm stjörnu hótel í Reykjavík kærkomin viðbót

Nú styttist í að Marriott Edition hótelið opni við Hörpu en það verður fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík. Erling segir að þetta verði mjög mikilvæg viðbót og muni breyta miklu.

“Það er ákveðinn kúnnahópur sem hefur sett það fyrir sig að ferðast til Íslands af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að viðskiptafarrýmið hjá Icelandair er ekki nógu gott. Fólk velur þá frekar að ferðast með bandarísku flugfélögum til Íslands þegar það er í boði. Í öðru lagi finnst þessu fólki hótelin hér á landi ekki nógu góð.“

Erling segir að kollegar hans í ferðageiranum hér heima trúi þessu varla þegar um þetta er rætt og bendi þá oft á hversu mikið íslensku hótelin hafa batnað síðustu ár.

„Staðreyndin er þó sú að þetta eru ekki alvöru fimm stjörnu hótel. Retreat við Bláa lónið er það vissulega, það er heimsklassa hótel og líka Deplar í Skagafirðinum. Við erum með kúnna sem gista bara á þessum tveimur hótelum og hafa lítinn áhuga á að gista annars staðar.

Það eru margir að kveikja á þessum markaði núna og það verður forvitnilegt að hvað kemur út úr uppbyggingu á við Grenivík og Djúpavogi. Ég held að Retreat við Bláa Lónið hafi blásið mörgum metnaði í brjóst, sem er vel, enda slæmt ef bestu hótelin á landinu verða flest í erlendri eigu,“ segir Erling að lokum. 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …