Samfélagsmiðlar

Hafa fellt niður tvær af hverjum þremur ferðum í maí

Framboð á flugi á vegum Icelandair í maí hefur dregist verulega saman. Niðurskurðurinn endurspeglast í fjölda flugmanna hjá Icelandair.

Það eru ekki aðeins erlendu flugflugfélögin á Keflavíkurflugvelli sem hafa dregið úr ferðum sínum til Íslands í vor. Flugáætlun Icelandair fyrir næsta mánuð hefur einnig tekið miklum breytingum frá því í ársbyrjun.

Munar þar mestu um niðurskurð í flugi til Norður-Ameríku. Ferðunum þangað í maí hefur fækkað um áttatíu prósent í maí miðað við áætlunina sem Icelandair hafði í sölu á heimasíðu sinni í lok janúar.

Þá var gert ráð fyrir um tíu brottförum á dag til Bandaríkjanna og Kanada. Í dag eru eingöngu stefnt að reglulegum ferðum til Boston og JFK í New York auk vikulegra ferða til Seattle. Fyrstu ferðir ársins, til annarra áfangastaða í Norður-Ameríku, hafa verið færðar til þarnæstu mánaðamóta.

75 prósent samdráttur frá maí 2019

Þotur Icelandair munu einnig fljúga miklu sjaldnar til Evrópu en lagt var upp með í ársbyrjun. Ferðum til áfangastaða eins og Kaupmannahafnar, London, Parísar og Frankfurt hefur verið fækkað í maí og allt flug til Zurich, Hamborg, Glasgow, Manchester og fleiri borga er dottið út í þeim mánuði.

Í heildina standa eftir rétt rúmlega þrjú hundruð brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í maí. Þær voru hins vegar rúmlega þrisvar sinnum fleiri í talningu sem Túristi gerði í lok janúar.

Munurinn á framboðinu í maí næstkomandi og í maí í hittifyrra er ennþá meiri eða rétt um 75 prósent.

Óvissan hefur ennþá áhrif á eftirspurn eftir flugi

„Við erum stöðugt að vega og meta stöðuna og taka ákvarðanir byggðar á því hvernig faraldurinn, ferðatakmarkanir og ferðaráðleggingar yfirvalda eru að þróast, ásamt því hvernig bólusetningum fram vindur, bæði hér á landi og á okkar helstu mörkuðum. Enn ríkir talsverð óvissa um þessa þætti sem allir hafa áhrif á eftirspurn eftir flugi,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, um ástæður breyttrar flugáætlunar.

Frá 1. maí mun hið svokallaða litakóðunarkerfið gilda við íslensku landamærin eins og stjórnvöld kynntu í byrjun árs. Ásdís segir að sú boðaða breyting hjálpi mjög við að búa til ákveðinn fyrirsjáanleika en það eitt og sér opni ekki landamærin.

Geta fjölgað ferðum en líka dregið meira úr

„Eftir að kerfið tekur gildi þá munu, eðli máls samkvæmt, komur ferðamanna til landsins byggja á ástandi faraldursins í þeim löndum sem ferðamennirnir koma frá. Út á það gengur litakóðunarkerfið. Sem dæmi má nefna að ef land verður rautt eftir gildistökuna 1. maí þá verða miklar takmarkanir áfram á íslenskum landamærum fyrir þá ferðamenn sem koma frá viðkomandi löndum,“ útskýrir Ásdís.

Hún bendir á að í mörgum Evrópulöndum er ástandið vegna heimsfaraldursins ekki gott og viðkomandi stjórnvöld mælist gegn ferðalögum í mörgm tilvikum.

Ásdís segir að vegna þeirrar óvissu sem ríkir þá verði flugáætlun Icelandair áfram aðlöguð að eftirspurn með skömmum fyrirvara. „Hvort sem um ræðir að auka eða draga úr flugi.“

Rétt um fimmtungur flugmanna á launaskrá

Sem fyrr segir þá gerðu stjórnendur Icelandair ráð fyrir að framboð næsta sumars yrði 25 til 30 minna en sumarið 2019. Þá voru 562 flugmenn í vinnu hjá flugfélaginu en 112 þeirra var sagt upp í lok þeirrar vertíðar vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna.

Í dag eru rétt um 120 flugmenn á launaskrá Icelandair eða áttatíu prósent færri en sumarið 2019. Ný flugáætlun félagsins gerir svo ráð fyrir að framboðið dragist saman um þrjá fjórðu í maí líkt og fram kemur hér að ofan.

Túristi mun áfram fylgjast með þróun mála í sumaráætlun flugfélaganna og flytja fréttir af stöðu mála næstu vikur.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …