Samfélagsmiðlar

Leiðakerfið lykill að nýjum mörkuðum fyrir ferskan íslenskan fisk

Með því að bæta breiðþotum við flota Icelandair Cargo getur félagið sótt inn á nýja markaði. Leiðakerfi Icelandair mun þó áfram spila stóra rullu í starfseminni undirstrikar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

„Það sem hefur ekki verið framkvæmanlegt til þessa verður nú möguleiki með nýjum flota," segir framkvæmdastjóri Icelandair Cargo um tilkomu Boeing 767 breiðþota. Fraktflug til Kaliforníu er ennþá á radarnum.

Tveimur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt í fraktvélar og þær teknar í gagnið sem slíkar í september 2022. Fyrir eru tvær Boeing 757 fraktflugvélar í flota Icelandair Cargo en nýju þoturnar taka umtalsvert meiri frakt eða allt að 53 til 55 tonn í hverri ferð. Þær eru líka mun sparneytnari á hvert flutt tonn. 

„Stærri flugvélar gera okkur kleift að flytja meiri frakt milli Evrópu og Bandaríkjanna og þá í gegnum Ísland á sama hátt og leiðakerfi Icelandair er byggt upp í kringum farþegaflugið. Breiðþoturnar eru nógu stórar í þetta en flugvélarnar sem við erum með í dag eru ekki eins hagkvæmar þar sem einingakostnaðurinn er hærri og svo er umhverfisþátturinn líka orðinn stærri þáttur í flutningum í dag. Þeim mun minni sem flugvélin er, þeim mun meiri áhrif hefur hún á umhverfið,” útskýrir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Fjöldi áfangastaða skiptir miklu máli

Hann segir að með stærri flugvélum verði hægt að tryggja viðskiptavinum félagsins betra aðgengi að plássi. Breiðþoturnar verði því góð viðbót við fraktflutninga í áætlunarflugi Icelandair og geri félaginu kleift að safna saman frakt hér á landi frá mörkuðum í Skandinavíu, meginlandi Evrópu og Bretlandi og flutt til Bandaríkjanna. Og auðvitað hina leiðina líka.

„Leiðakerfið hjá Icelandair er mjög spennandi kostur fyrir marga því það nær yfir stórt svæði og við getum þar boðið upp á fjölda áfangastaða. Það er staðreynd að víðfeðmt leiðarkerfi Icelandair hefur gert okkur kleift að byggja upp nýja öfluga markaði fyrir ferskan fisk í Bandaríkjunum og Evrópu í samstarfi við viðskiptavini okkar.“

Og Gunnar Már sér fram á aukna þörf fyrir fraktflutninga á sjávarafurðum. Vísar hann þar til áforma um stóraukna framleiðslu á laxi og þá staðreynd að hvítfiskstofnanir hafa verið á uppleið.

Kalifornía á radarnum

Um skeið flugu þotur Icelandair og WOW air reglulega til Kaliforníu og ljóst að bæði fiskútflytjendur og íslenskir innflytjendur hafa saknað þessara tíðnu ferða til vesturstrandar Bandaríkjanna. Spurður hvort Icelandair Cargo stefni á að fljúga breiðþotum sínum yfir á vesturströnd Bandaríkjanna þá segir Gunnar Már að með breiðþotunum skapist viss sveigjanleiki.

„Það sem hefur ekki verið framkvæmanlegt til þessa verður nú möguleiki með nýjum flota. Áherslan í dag er á þá staði sem við höfum verið með síðustu ár. Kalifornía er einn þeirra og er ennþá á radarnum. Núna ætlum við að ræða við viðskiptavini okkar og fara vel yfir með þeim hvar þeir sjá tækifæri í fraktflugi fyrir sig. Síðan þarf að athuga hvort það sé arðbært og þannig getum við tekið ákvörðun um framhaldið. Við erum þó alltaf fyrst og fremst að hugsa um okkar mikilvægu viðskiptavini hér á Íslandi og hvernig við getum styrkt kerfið í kringum Ísland,” segir Gunnar Már að lokum.

Túristi ræddi einnig kolefnisfótspor íslenskra sjávarafurða og fraktflug í MAX þotum við Gunnar Má. Þeir hluta samtalsins verða birtir hér yfir páskana.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …