Samfélagsmiðlar

„Gott samstarf við önnur ferðaþjónustufyrirtæki er okkur gríðarlega mikilvægt“

Að fara ofan í baðlón eða sundlaug hefur verið vinsælasta afþreyingin hjá erlendum ferðamönnum hér á landi. Og nú stendur þeim til boða nýtt lón á Kársnesi í Kópavogi.

Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Sky Lagoon.

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, svarar hér nokkrum spurningum Túrista um kynningarstarfið, samkeppnina og komandi ferðamannasumar.

Hvernig hafa viðtökurnar verið frá opnun?
Við erum í skýjunum yfir viðtökunum. Það er vandrataður vegur að hanna og reka upplifun eins og Sky Lagoon. Maður veit í raun aldrei fyrr en gestir koma á svæðið hversu vel hefur tekist til við að búa til umhverfi og upplifun sem fólki líkar vel við. Jákvæð endurgjöf gesta er mikilvægasti mælikvarðinn á því hvernig okkur gengur og veitir okkur kraft til að gera enn betur. Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum og fyrir það erum við gríðarlega þakklát. 

Hvaða leiðir farið þið til að koma ykkur á framfæri hjá ferðamönnum? Við erum í góðu sambandi við okkar samstarfsaðila í greininni og margir þeirra hafa komið og upplifað Sky Lagoon. Við teljum því að þeir geti mælt heilshugar með heimsókn í Sky Lagoon við sína viðskiptavini. Gott samstarf við önnur ferðaþjónustufyrirtæki er okkur gríðarlega mikilvægt. 

Má gera ráð fyrir að ferð til ykkar komi í staðinn fyrir heimsókn í önnur baðlón, bæði vegna takmarkaðs tíma sem fólk hefur og svo kostnaðar?
Við trúum því að Sky Lagoon muni stækka kökuna umtalsvert. Þó svo að baðstaðir byggja allir á upplifun í heitu vatni þá eru þeir ólíkir og með sína sérstöðu. Einnig þarf að skoða svæðisbundna afþreyingarmöguleika óháð eðli starfseminnar. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig mynstrið verður varðandi fjölda heimsókna og annað.

Hvaða þjóðir teljið þið líklegastar til að heimsækja Sky Lagoon?
Fyrir utan Íslendinga gerum við ráð fyrir að það verði Bandaríkjamenn og Bretar. Það voru stærstu markaðirnir fyrir Covid og það eru þau lönd sem eru komin lengst í bólusetningum. Við mælum mikinn áhuga frá báðum þessum mörkuðum.

Hvað reiknið þið með að hver gestur stoppi lengi? 
Það fer eitthvað eftir árstíðum, tíma dags og veðurfari. Hingað til hefur dvalartími verið lengri en við gerðum ráð fyrir. Við lítum jákvæðum augum á það þar sem þetta er góður mælikvarði á hve vel gestum okkar líður hjá okkur.

Hafið þið hug á að bjóða upp á eigin sætaferðir, t.d úr miðborginni? 
Við höfum ekki hugsað okkur að starfrækja sætisferðir sjálf en erum að skoða reglubundinn akstur til og frá miðbænum með okkar samstarfsaðilum. Það ætti að vera komin góð mynd á það fyrir hásumar.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …