Samfélagsmiðlar

Segja ASÍ fara með rangfærslur og hafna því að vera „gult stéttarfélag“

Kjarasamningurinn sem Play og Íslenska flugstéttafélagið undirrituðu er straumlínulagaður tímamótasamningur segir í yfirlýsingu stjórnar stéttarfélagsins.

Kjarasamningur Play við Íslenska flugstéttafélagið hefur verið í umræðunni síðustu daga eftir að ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag þar sem samningurinn kveði á um undirboð. Stjórnendur Play hafa harðlega mótmælt þessum ásökunum og bent á að launakjörin séu betri en ASÍ telur þau vera.

Í þessari deilu hefur ekkert heyrst frá Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) en seinnipartinn í gær rauf stjórn þess þögnina. Í yfirlýsingu er „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“ hafnað.

Stjórnin telur framgöngu ASÍ jafnframt vera ósanngjarna og ódrengilega. „Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks,“ segir í yfirlýsingunni.

ÍFF byggir á grunni Íslenska flugmannafélagsins en það félag var stofnað haustið 2014 af flugmönnum Wow Air. Eftir gjaldþrot þess var ákveðið að opna félagið fyrir fleiri stéttum úr fluggeiranum.

Í aðdragana stofnunar Play óskaði ÍFF eftir kjarasamningi við flugfélagið.

„Allar samningsviðræður voru af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við Wow Air, sömdu fyrir hönd flugmanna og fengu fyrrum flugliðar Wow Air sem áður voru í samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands og samstarfsnefnd, umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir voru samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn,“ segir í yfirlýsingunni.

Forrysta ASÍ hefur ekki aðeins gagnrýnt launakjör kjarasamningi Play heldur einnig sagt að ÍFF beri þessi merki að vera „gult stéttarfélag“ sem horfi frekar til hagsmuna atvinnurekenda en launafólks. 

Stjórn ÍFF segir þessa ásökun vera særandi og móðgun við þá sem að félaginu standi.

„Samningar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra,“ tilkynningunni.

Túristi hefur síðustu daga óskað eftir upplýsingum frá ÍFF um hversu margar flugfreyjur og -þjónar samþykktu þær breytingar sem gerðar voru á kjarasamningnum í tengslum við hlutafjárútboð Play í síðasta mánuði. Ekki hafa fengist svör við þeirri spurningu.

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …