Samfélagsmiðlar

Viðræður um leigusamninga og skuldir Icelandair hótelanna

Hilton Nordica hótelið hefur lengi verið í útleigu til Icelandair hótelanna. Nú standa yfir viðræður um áframhaldandi leigu.

Um fimmtung tekna fasteignafélagsins Reita má rekja til útleigu á hótelfasteignum og þar eru Icelandair hótelin stærsti leigutakinn.

En Reitir eiga fasteignina sem Hilton Nordica er í við Suðurlandsbraut, bygginguna við Reykjavíkurflugvöll þar sem Natura hótelið er til húsa og eins Hótel Öldu við Laugaveg.

Og nú standa standa yfir samningaviðræður við Icelandair hótelin um framlengingu á leigu á tveimur fyrrnefndu fasteignunum. Þetta kemur fram í kynningu fasteignafélagsins á uppgjöri fyrir fyrri helming ársins.

Þar segir jafnframt að samhliða þessum viðræðum sé unnið að úrlausn uppsafnaðra skulda Icelandair hótelanna við Reiti.

Ekki kemur fram í uppgjörinu hversu há sú skuld er en viðskiptakröfur Reita, vegna leigu og skuldabréfa, námu í heildina nærri einum og hálfum milljarði um mitt þetta ár. Höfðu kröfurnar þá hækkað um nærri fjögur hundruð milljónir króna frá sama tíma í fyrra.

Full leiga frá síðustu mánaðamótum

Það var fyrst nú í byrjun ágúst sem allir leigutakar Reita í hótelgeiranum hófu að greiða fulla leigu á nýjan leik. Og sú staða hefur haft sín áhrif á tekjur fasteignafélagsins.

Þannig er áætlað að leigutekjurnar hafi dregist saman um 506 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af um 244 milljónir á örðum ársfjórðungi.

Leigutekjur lækkuðu um hálfan milljarð

Í uppgjörskynningu Reita, sem birt var í gær, segir að langstærsta hluta tapaðra leigutekna, vegna Covid-19, komi frá hótelum. Spurður hvort þar sé vísað í þessa 506 milljóna tekjulækkun þá segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, að svo sé.

Hann bætir því við að þó þetta séu kallaðar tapaðar tekjur þá sé ekki þar með sagt að upphæðin sé endanlega töpuð. Þetta sé sú „varúð“ sem færð sé á móti viðskiptakröfunum sem megi aðallega rekja til hótelanna vegna Covid-tímabilsins.

Hótel Ísland og Hótel Borg í safninu

Auk fyrrnefndra fasteigna sem Icelandair hótelin leigja af Reitum þá á fasteignafélagið líka Hótel Borg sem Keahótelin reka. Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í þeirri hótelkeðju eftir fjárhagslega endurskipulagningu í ársbyrjun. Sú aðgerð fól meðal annars í sér að stofnað var nýtt eignarhaldsfélag fyrir hótelkeðjuna og það gamla varð gjaldþrota.

Og útlit er fyrir að meðeigendur Landsbankans í Keahótelunum verði á næstunni meðal helstu eigenda fasteignafélagsins Kaldalóns. Það félag hefur í ár selt þróunarverkefni á íbúðahúsnæði og keypt hótelbyggingar í staðinn.

Hótel Ísland í Ármúla tilheyrir einnig Reitum en það var í byrjun þess árs leigt til Island Prohotels ehf.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …