Samfélagsmiðlar

Ákjósanlegra að koma inn á markaðinn með fleiri en eitt hótel

Accor hótelfyrirtækið horfir helst til Reykjavíkur þegar kemur að opnun hótels á Íslandi.

Tækifærin fyrir stærsta hótelfyrirtæki Evrópu hér á landi eru takmörkuð sem skrifast á það fyrirkomulag sem einkennir fasteignamarkaðinn. Philip Lassman, framkvæmdastjóri þróunardeildar Accor í Norður-Evrópu, útskýrir hér málið og segir frá því hvernig hótel hann sér fyrir sér að fyrirtækið myndi opna í Reykjavík ef tækifæri gefst til.

„Almennt séð þá kjósum við að koma inn á markað með ákveðið magn en gerum okkur grein fyrir því að við þurfum fyrst ákveðna inngönguleið. Við myndum setja í forgang að opna hótel sem heyra undir „Premium“ og „Lifestyle“ vörumerkin okkar,“ segir Lassman í skriflegu svari við spurningu Túrista um mögulega komu Accor inn á íslenska markaðinn. Hann bætir því við að Reykjavík væri ákjósanlegasta staðsetningin hér á landi.

Accor rekur í dag hótel í nærri eitt hundrað löndum og innan vébanda fyrirtækisins eru um þrjátíu misstórar hótelkeðjur. Fyrirtækið á þó ekki byggingarnar sem hótelin eru í og leigir þær ekki heldur.

„Síðustu ár hefur Accor verið breytt í fyrirtæki með fáar fasteignir í sinni eigu. Það þýðir að við stýrum hótelum sem byggja á rekstrar- og vörumerkjasamningum. Á íslenska markaðnum er útleiga hins vegar það viðskiptamódel sem er algengast og fáir með samning við alþjóðlega keðju sem byggir á notkun vörumerkis,“ útskýrir Lassman að lokum.

Séríslensk hótel

Stærstu hótelkeðjur landsins; Íslandshótel, Icelandairhótelin, Centerhotels og Keahótelin eiga eða leigja þær fasteignir sem hýsa þeirra gististaði. Og eingöngu Icelandairhótelin reka hótel í samstarfi við erlent vörumerki, þ.e. Hilton.

Það fyrirkomulag sem rekstur Accor byggir á þekkist þó í reykvískum hótelgeira. Eitt dæmi er Radisson 1919 hóteliðið sem fasteignafélagið Eik á og rekur í samstarfi við Radisson keðjuna. Það hefur einnig komið fram í máli forsprakka hótelbyggingarinnar við Hörpu að Marriott keðjan muni ekki greiða þar fasta leigu heldur fá hlutfall af tekjum hótelsins og hagnaði.

Möguleg uppstokkun á markaðnum

Heimsfaraldurinn hefur skiljanlega haft gríðarleg áhrif á rekstur hótelfyrirtækja hér heima. Þannig var rekstur Keahótelanna færður í nýtt félag sem Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í og vanskil Icelandairhótelanna á húsaleigu til fasteignafélagsins Reita eru opinber. Nú í sumar hefur fasteignafélagið Kaldalón svo breytt um kúrs og keypt hótelbyggingar í höfuðborginni. Tvær þeirra eru í útleigu hjá Keahótelunum og eigendur þeirrar keðju eru orðnir stórir hluthafar í fasteignafélaginu.

Þar með gæti opnast möguleiki á að Kaldalón og Keahótelin fari í samstarf við fyrirtæki eins og Accor sem tæki að sér rekstur hótelkeðjunnar fyrir hlutdeild í veltu og hagnaði.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …