Samfélagsmiðlar

Ákjósanlegra að koma inn á markaðinn með fleiri en eitt hótel

Accor hótelfyrirtækið horfir helst til Reykjavíkur þegar kemur að opnun hótels á Íslandi.

Tækifærin fyrir stærsta hótelfyrirtæki Evrópu hér á landi eru takmörkuð sem skrifast á það fyrirkomulag sem einkennir fasteignamarkaðinn. Philip Lassman, framkvæmdastjóri þróunardeildar Accor í Norður-Evrópu, útskýrir hér málið og segir frá því hvernig hótel hann sér fyrir sér að fyrirtækið myndi opna í Reykjavík ef tækifæri gefst til.

„Almennt séð þá kjósum við að koma inn á markað með ákveðið magn en gerum okkur grein fyrir því að við þurfum fyrst ákveðna inngönguleið. Við myndum setja í forgang að opna hótel sem heyra undir „Premium“ og „Lifestyle“ vörumerkin okkar,“ segir Lassman í skriflegu svari við spurningu Túrista um mögulega komu Accor inn á íslenska markaðinn. Hann bætir því við að Reykjavík væri ákjósanlegasta staðsetningin hér á landi.

Accor rekur í dag hótel í nærri eitt hundrað löndum og innan vébanda fyrirtækisins eru um þrjátíu misstórar hótelkeðjur. Fyrirtækið á þó ekki byggingarnar sem hótelin eru í og leigir þær ekki heldur.

„Síðustu ár hefur Accor verið breytt í fyrirtæki með fáar fasteignir í sinni eigu. Það þýðir að við stýrum hótelum sem byggja á rekstrar- og vörumerkjasamningum. Á íslenska markaðnum er útleiga hins vegar það viðskiptamódel sem er algengast og fáir með samning við alþjóðlega keðju sem byggir á notkun vörumerkis,“ útskýrir Lassman að lokum.

Séríslensk hótel

Stærstu hótelkeðjur landsins; Íslandshótel, Icelandairhótelin, Centerhotels og Keahótelin eiga eða leigja þær fasteignir sem hýsa þeirra gististaði. Og eingöngu Icelandairhótelin reka hótel í samstarfi við erlent vörumerki, þ.e. Hilton.

Það fyrirkomulag sem rekstur Accor byggir á þekkist þó í reykvískum hótelgeira. Eitt dæmi er Radisson 1919 hóteliðið sem fasteignafélagið Eik á og rekur í samstarfi við Radisson keðjuna. Það hefur einnig komið fram í máli forsprakka hótelbyggingarinnar við Hörpu að Marriott keðjan muni ekki greiða þar fasta leigu heldur fá hlutfall af tekjum hótelsins og hagnaði.

Möguleg uppstokkun á markaðnum

Heimsfaraldurinn hefur skiljanlega haft gríðarleg áhrif á rekstur hótelfyrirtækja hér heima. Þannig var rekstur Keahótelanna færður í nýtt félag sem Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í og vanskil Icelandairhótelanna á húsaleigu til fasteignafélagsins Reita eru opinber. Nú í sumar hefur fasteignafélagið Kaldalón svo breytt um kúrs og keypt hótelbyggingar í höfuðborginni. Tvær þeirra eru í útleigu hjá Keahótelunum og eigendur þeirrar keðju eru orðnir stórir hluthafar í fasteignafélaginu.

Þar með gæti opnast möguleiki á að Kaldalón og Keahótelin fari í samstarf við fyrirtæki eins og Accor sem tæki að sér rekstur hótelkeðjunnar fyrir hlutdeild í veltu og hagnaði.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …