Samfélagsmiðlar

Bólusettir ferðamenn munu ekki þurfa PCR-próf

Það styttist í að bólusettir ferðamenn geti ferðast til Bretlands án þess að fara í Covid próf fyrir ferðalag. Heimamenn ættu líka að sleppa við próf eftir heimkomu.

Þó daglega séu um eitt þúsund manns lagðir inn á spítala í Bretlandi vegna Covid-19 sýkingar þá ætla stjórnvöld þar í landi að létta verulega á öllum sóttvarnaraðgerðum. Bæði innanlands og eins við landamærin. Öll áform um að innleiða almenna notkun á kórónaveirupössum verða sett á ís og litakerfið við landamærin verður að mestu fellt niður. Þetta herma heimildir The Telegraph.

Í frétt breska blaðsins segir að í framverði verði erlend ríki aðeins flokkuð í tvo hópa. Annars vegar lönd sem heimilt er að heimsækja og þau sem ekki má ferðast til. Núverandi krafa um að allir þeir sem ferðast til Bretland fari í PCR-próf verður sömuleiðis felld niður.

Þeir sem ekki hafa verið bólusettir að fullu verða þó að gangast undir þess háttar próf og líka þeir sem koma frá ríkjum sem bresk yfirvöld leggjast gegn ferðalögum til. Núverandi listi yfir svokölluð rauð ríki verður þó styttur verulega í tengslum við breytinguna..

Gert er ráð fyrir að Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, kynni afléttingu aðgerða nú í vikunni.

Samkvæmt þeim reglum sem gilda við bresk landamæri í dag þá verða allir þeir sem fljúga til Bretlands að framvísa nýlegri neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Íbúar landsins verða auk þess að taka PCR-próf eftir heimkomu. Þetta eru sambærilegar reglur og gilda við íslensk landamæri. Víðast hvar í Evrópu fá þeir bólusettu, auk barna og unglinga, að ferðast yfir landamæri án þess að taka Covid-19 próf.

Nú stefnir í að Bretar ætli líka þá leið og í frétt The Telegraph er bent á að með fyrrnefndum breytingum þá lækki kostnaðurinn við utanlandsferðir töluvert því PCR-próf í Bretlandi kosta á bilinu 50 til 200 pund. Það jafngildir 9 til 36 þúsund krónum.

– 30 daga áskrift á 300 krónurþessi frétt sem þú varst að lesa er öllum opin. Stór hluti af greinum Túrista er þó aðeins fyrir áskrifendur og nú geturðu lesið allt hér á síðunni í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald eða 2.650 kr. á mánuði. Notaðu afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Það er alltaf hægt að segja upp áskriftinni fyrir þann tíma.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …