Samfélagsmiðlar

Horfa aftur til nýrra tíma

MAX þotur Icelandair gera félaginu kleift að fjölga tíðni ferða þar sem sætin um borð eru færri en í gömlu þotunum.

Leiðakerfi Icelandair á næsta ári verður með allt öðru sniði en síðustu tvö sumur samkvæmt því sem lesa má út úr bókunarsíðu félagsins. Farþegar á leið héðan til Evrópu verða þar með ekki lengur að vakna um miðja nótt og ef ferðinni er heitið vestur um haf er hægt að leggja í hann eftir kvöldmat.

Þotur Icelandair munu nefnilega taka á loft frá Keflavíkurflugvelli á fleiri tímum dags næsta sumar en verið hefur. Með þessum breytingum fjölgar ekki aðeins valkostum þeirra sem eru á leiðinni til og frá Íslandi heldur líka þess hóps sem er á leið yfir Norður-Atlantshafið og millilendir á Keflavíkurflugvelli.

Þessar breytingar eru að megninu til í takt við þá uppstokkun á leiðakerfi Icelandair sem kynnt var haustið 2018 og var hleypt af stokkunum sumarið eftir. Icelandair var hins vegar vængbrotið félag árið 2019 vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna sem skildu eftir sig stórt skarð í flugflotanum. Starfsemin komst því ekki á skrið þrátt fyrir að helsti keppinauturinn, Wow Air, hafi horfið af markaðnum. Síðan kom Covid-19 sem hefur sett allt úr skorðum síðustu tvö sumur.

Draga úr álagi í Leifsstöð

Nú ætla stjórnendur Icelandair greinilega að gera aðra tilraun til að setja 2019 útgáfuna að leiðakerfinu í loftið. Yfirlýst markmið með breytingunni á sínum tíma var að draga úr álaginu á Keflavíkurflugvelli á morgnana og seinnipartinn en á þeim tímum hafa næstum allar þotur Icelandair farir í loftið.

Næsta sumar munu þá þeir sem eru á leið til Frankfurt, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Glasgow, Óslóar og fleiri evrópskra borga flogið héðan milli 10 og 11 á morgnana. Og þeir sem ætla í hina áttina eru ekki bundnir af þvi að fara í loftið síðdegis heldur geta beðið fram á kvöldið ef stefnan er sett á Boston, New York, Washington borg, Chicago, Seattle eða Toronto. Hinir svokölluðu tengibankar í starfsemi Icelandair verða því tveir næsta sumar og það er vísir að þeim þriðja á sölusíðu félagsins.

Næsta sumar eru þannig gert ráð fyrir flugi til Kaupmannahafnar klukkan korter yfir eitt á nóttunni. Sú þota kemur þá aftur til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir og farþegarnir geta þá náð morgunflugi Icelandair til Boston klukkan 9:40. Farþegi sem flýgur frá höfuðborg Danmerkur klukkan hálf átta að morgni með Icelandair er þá kominn til Boston fyrir hádegi sama dag að staðartíma. Til samanburðar flýgur þota SAS frá Kaupmannahöfn í hádeginu og lendir í Boston um kaffileytið.

Nýir kjarasamningar lykill að frekari breytingum

Það hefur lengi takmarkað umsvif Icelandair að þurfa að koma farþegunum frá Evrópu til Keflavíkurflugvallar nógu tímanlega fyrir Ameríkuflugið seinnipartinn. Flugtíminn til Evrópu hefur þá takmarkast við fjóra tíma. Með því að bjóða líka upp á Ameríkuflug á kvöldin þá getur félagið farið til evrópskra borga sem eru lengra í burtu, til dæmis Moskvu og Rómar.

Farþegar í þessum borgum hefðu þá kost á því að flúga áfram með Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada um kvöldið. Ennþá hefur Icelandair þó ekki bætt við Moskvu, Róm eða áfangastöðum í austur- og suðurhluta Evrópu við leiðakerfi sitt. Þær breytingar kunna þó að vera í farvatninu.

Sú breyting sem gerð var á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna vorið 2020 gerir Icelandair nefnilega mögulegt að fljúga til borga sem eru 5 til 5 og hálfan tíma í burtu án þess að flugmennirnir dvelji ytra á milli ferða. Þeir fá hvíldina heima í stað þess að fara á hótel í útlöndum. Þetta nýja fyrirkomulag hefur t.d verið nýtt í flug til Boston og Tenerife í ár.

Þess má geta að Wow Air spreytti sig á samskonar fyrirkomulagi sumarið 2018. Þá með Ameríkuflugi seint að kveldi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …