Samfélagsmiðlar

Horfa aftur til nýrra tíma

MAX þotur Icelandair gera félaginu kleift að fjölga tíðni ferða þar sem sætin um borð eru færri en í gömlu þotunum.

Leiðakerfi Icelandair á næsta ári verður með allt öðru sniði en síðustu tvö sumur samkvæmt því sem lesa má út úr bókunarsíðu félagsins. Farþegar á leið héðan til Evrópu verða þar með ekki lengur að vakna um miðja nótt og ef ferðinni er heitið vestur um haf er hægt að leggja í hann eftir kvöldmat.

Þotur Icelandair munu nefnilega taka á loft frá Keflavíkurflugvelli á fleiri tímum dags næsta sumar en verið hefur. Með þessum breytingum fjölgar ekki aðeins valkostum þeirra sem eru á leiðinni til og frá Íslandi heldur líka þess hóps sem er á leið yfir Norður-Atlantshafið og millilendir á Keflavíkurflugvelli.

Þessar breytingar eru að megninu til í takt við þá uppstokkun á leiðakerfi Icelandair sem kynnt var haustið 2018 og var hleypt af stokkunum sumarið eftir. Icelandair var hins vegar vængbrotið félag árið 2019 vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna sem skildu eftir sig stórt skarð í flugflotanum. Starfsemin komst því ekki á skrið þrátt fyrir að helsti keppinauturinn, Wow Air, hafi horfið af markaðnum. Síðan kom Covid-19 sem hefur sett allt úr skorðum síðustu tvö sumur.

Draga úr álagi í Leifsstöð

Nú ætla stjórnendur Icelandair greinilega að gera aðra tilraun til að setja 2019 útgáfuna að leiðakerfinu í loftið. Yfirlýst markmið með breytingunni á sínum tíma var að draga úr álaginu á Keflavíkurflugvelli á morgnana og seinnipartinn en á þeim tímum hafa næstum allar þotur Icelandair farir í loftið.

Næsta sumar munu þá þeir sem eru á leið til Frankfurt, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Glasgow, Óslóar og fleiri evrópskra borga flogið héðan milli 10 og 11 á morgnana. Og þeir sem ætla í hina áttina eru ekki bundnir af þvi að fara í loftið síðdegis heldur geta beðið fram á kvöldið ef stefnan er sett á Boston, New York, Washington borg, Chicago, Seattle eða Toronto. Hinir svokölluðu tengibankar í starfsemi Icelandair verða því tveir næsta sumar og það er vísir að þeim þriðja á sölusíðu félagsins.

Næsta sumar eru þannig gert ráð fyrir flugi til Kaupmannahafnar klukkan korter yfir eitt á nóttunni. Sú þota kemur þá aftur til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir og farþegarnir geta þá náð morgunflugi Icelandair til Boston klukkan 9:40. Farþegi sem flýgur frá höfuðborg Danmerkur klukkan hálf átta að morgni með Icelandair er þá kominn til Boston fyrir hádegi sama dag að staðartíma. Til samanburðar flýgur þota SAS frá Kaupmannahöfn í hádeginu og lendir í Boston um kaffileytið.

Nýir kjarasamningar lykill að frekari breytingum

Það hefur lengi takmarkað umsvif Icelandair að þurfa að koma farþegunum frá Evrópu til Keflavíkurflugvallar nógu tímanlega fyrir Ameríkuflugið seinnipartinn. Flugtíminn til Evrópu hefur þá takmarkast við fjóra tíma. Með því að bjóða líka upp á Ameríkuflug á kvöldin þá getur félagið farið til evrópskra borga sem eru lengra í burtu, til dæmis Moskvu og Rómar.

Farþegar í þessum borgum hefðu þá kost á því að flúga áfram með Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada um kvöldið. Ennþá hefur Icelandair þó ekki bætt við Moskvu, Róm eða áfangastöðum í austur- og suðurhluta Evrópu við leiðakerfi sitt. Þær breytingar kunna þó að vera í farvatninu.

Sú breyting sem gerð var á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna vorið 2020 gerir Icelandair nefnilega mögulegt að fljúga til borga sem eru 5 til 5 og hálfan tíma í burtu án þess að flugmennirnir dvelji ytra á milli ferða. Þeir fá hvíldina heima í stað þess að fara á hótel í útlöndum. Þetta nýja fyrirkomulag hefur t.d verið nýtt í flug til Boston og Tenerife í ár.

Þess má geta að Wow Air spreytti sig á samskonar fyrirkomulagi sumarið 2018. Þá með Ameríkuflugi seint að kveldi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …