Samfélagsmiðlar

„Ekkert gaman að horfa á pálmatré og drekka rósavín á Teams“

grikkland strond Alex Blajan

Netfundabúnaður kann að draga úr ferðalögum vegna vinnu en öðru máli gegnir um hefðbundnar utanlandsferðir að mati fyrrum stjórnarformanns Norwegian flugfélagsins.

Einn vinsælasti samkvæmisleikurinn í fluggeiranum er að spá fyrir um hvenær fólk fer að ferðast vegna vinnu í sama mæli og áður. Tekjur af viðskiptaferðalöngum, sérstaklega þeim sem keyptu dýrustu sætin fremst í flugvélunum, voru nefnilega helsta tekjulind fjölda flugfélaga. Farþegarnir sem sátu aftur í og voru á leið í frí eða heimsækja vini og ættingja skiptu minna máli.

Nú í heimsfaraldrinum hafa kontóristar hins vegar komist upp á lag með að funda með hvorum öðrum í gegnum Teams eða Zoom. Af þeim sökum vilja margir meina að þar með hafi dregið varanlega úr tíðni vinnuferða. Einn þeirra sem veðjar á það er Bjørn Kise, fyrrum stjórnarformaður Norwegian.

Kise átti stóran hlut í norska lággjaldaflugfélaginu en hvarf úr eigendahópnum í apríl í fyrra í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Nú hefur Kise hins vegar keypt hlutabréf í Norwegian á ný fyrir 35 milljónir norskra króna. Það jafngildir um 540 milljónum íslenskra króna. Og skýringin á því er einfaldlega sú að hann telur að almenningur muni áfram sækja í utanlandsferðir.

„Fyrir heimsfaraldur voru ca. 80 prósent af viðskiptavinum Norwegian í Skandinavíu að ferðast í tengslum við frí en á sama tíma voru um 60 prósent tekna SAS frá viðskiptaferðalöngum. Atvinnulífið mun eyða minni tíma í flugferðir og meiri tíma á Teams fundum. Það á hins vegar ekki við um Kanaríferðir. Það er nefnilega ekkert gaman að horfa á pálmatré og drekka rósavín á Teams í stað þess að fara á staðinn. Það er mikil uppsöfnuð þörf fyrir því að ferðast,“ útskýrir Kise, í viðtali við Dagens Næringsliv.

Segja má að þessi sýn Norðmannsins endurspeglist að einhverju leyti í leiðakerfum Play og Icelandair. Í gær bætti Play tveimur spænskum borgum við leiðakerfi sitt og selur þar með ferðir til sex spænskra áfangastaða. Icelandair hefur líka sótt inn á spænska markaðinn bæði með áætlunarflugi og auknum umsvifum Vita, sem tilheyrir Icelandair samsteypunni. Flugfélögin tvö sitja því á stærstu hluta markaðarins fyrir ferðir milli Íslands og Spánar eins og Túristi hefur fjallað um.

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …