Samfélagsmiðlar

Segir ríflega 100 milljarða útflutningstekjur í hættu

Aukatakmarkanir á ferðir bólusettra ferðamanna hingað til lands draga úr eftirspurn eftir Íslandsferðum um 10 til 30 prósent. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísar hann þar til upplýsinga frá flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli.

Jóhannes segir að miðað við þessi neikvæðu áhrif þá geti þjóðarbúið farið á mis við 39 til 118 milljarða króna í útflutningstekjur á næsta ári. Horfir hann þar til nýrrar spár Landsbankans um að ferðamenn hér á landi verði ein og hálf milljón á næsta ári og meðaleyðslan verði á pari við það sem var í júlí 2021.

„Til samanburðar er gert ráð fyrir að stærsta loðnuvertíð í tuttugu ár muni geta skilað samfélaginu 50 til 80 milljörðum í útflutningstekjur,“ bætir Jóhannes við.

„Haldi Ísland áfram að leggja aukatakmarkanir á bólusetta ferðamenn, eitt EES ríkja, fylgir því óhjákvæmilega beint verðmætatap fyrir samfélagið upp á tugi milljarða – jafnvel jafngildi rúmlega tveggja loðnuvertíða. Taki stjórnvöld ákvörðun um að viðhalda landamæratakmörkunum á bólusetta ferðamenn í vetur er það því svipað og að ákveða að veiða ekki loðnukvótann í vetur og kannski ekki heldur næsta vetur. Þætti slík ákvörðun vera skynsamleg í efnahagslegu samhengi? – Nei, loðnuvertíðinni hefur auðvitað verið fagnað mjög, og það réttilega, einmitt vegna þess að samfélagið þarf sárlega á útflutningstekjum að halda.

Af nákvæmlega sömu ástæðu er efnahagslega skynsamlegt að ferðatakmarkanir á bólusetta erlenda ferðamenn séu þær sömu á Íslandi og í helstu samkeppnislöndum og mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Þar eru nefnilega í húfi að minnsta kosti jafn mikil og líklega mun meiri verðmæti fyrir samfélagið. Þannig er nú það,“ skrifar Jóhannes á Facebook síðu sína.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …