Samfélagsmiðlar

Verð á eldsneyti jafn hátt og tapárið mikla

Síðast þegar olíuverðið var eins hátt og það er í dag þá tókst Icelandair ekki að koma hækkuninni út í verðlagið. Hvort það hefur tekist að þessu sinni ætti að koma í ljós í vikunni.

Það er um tvöfalt dýrara að fylla tankinn á farþegaþotum í dag en það var fyrir ári síðan.

Á árunum 2011 til 2017 var Icelandair rekið með hagnaði en niðurstaðan fyrir árið 2018 var tap upp á nærri sjö milljarða króna. Þessa neikvæðu þróun rakti Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, meðal annars til mikillar hækkunar á eldsneytisverði.

Í dag er heimsmarkaðsverð á þotueldsneyti orðið jafn hátt og það varð hæst árið 2018. Hefur verðið tvöfaldast síðustu tólf mánuði og þar af nemur hækkunin ríflega fjórðungi frá því að Play kynnti hlutafjárútboð sitt í sumarbyrjun. Stjórnendur félagsins gáfu sér hins vegar olíuverðið myndi hækka um tíund til lengri tíma.

Hækkunin er aftur á móti þreföld eins og staðan er í dag. Eldsneytisreikningur Play nú í október verður því nokkrum tugmilljónum króna hærri en ef verð á þotueldsneyti hefði haldist óbreytt frá því í sumarbyrjun.

Erfiðara er að meta áhrif hækkunarinnar á Icelandair því það félag er ennþá með samninga um fyrirframkaup á eldsneyti. Á öðrum fjórðungi ársins borgaði félagið til að mynda töluvert meira per tonn en sem nam markaðsverði á þeim tíma. Þetta má sjá í kynningu á uppgjöri fyrir annan fjórðung ársins.

Árið 2018 náði olíuverðið hámarki í október og kostnaður við kaup á eldsneyti hækkaði um 36 prósent á síðasta fjórðungi þess árs í samanburði við sama tímabil árið á undan. Aftur á móti hækkuðu rekstrartekjur félagsins um aðeins tvö prósent. Félaginu tókst því ekki að velta þessu aukna kostnaði út í verðlagið enda var samkeppnin við Wow Air og Norwegian hörð á þessum tíma.

Nú eru markaðsaðstæður aðrar og spurning hvort stjórnendum Icelandair hafi núna tekist að hækka fargjöldin til að vega upp á móti olíuverðshækkuninni. Þeirri spurningu mun Bogi Nils Bogason væntanlega svara á afkomufundi félagsins á fimmtudagsmorgun.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …