Samfélagsmiðlar

Viðurkenning sem auðveldar kynningu á Vestfjörðum

Vestfirðir eru áfangastaður næsta árs hjá Lonely Planet.

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely
Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022. Listinn var birtur í gærkvöld.

„Fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in
Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að
ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í
samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá
Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Spurð um hvaða væntingar hún hafi til verðlaunanna þá telur Díana þau munu hjálpa við alla markaðssetningu, ekki bara á Vestfjörðum heldur á öllu landinu.

„Það birtist auðvitað enginn ferðamaður beint á Vestfjörðum. Þannig að áhrifin verða mest þar, en við vonum einnig að þetta verði til þess að ýta við fjárfestingum á svæðinu því það þarf að verða enn meiri uppbygging í innviðum á Vestfjörðum,“ segir Díana.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er líka ánægður með viðurkenninguna frá sérfræðingum Lonely Planet.

„Eftir áföll síðustu ára vegna heimsfaraldurs er svona viðurkenning mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og liður í því að greinin taki næsta stóra skref framávið. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er að koma sterk til baka eftir heimsfaraldurinn og stefnir hratt uppávið. Saman með uppbyggingu ferðaþjónustusegla eins og á Bolafjalli mun þessi viðurkenning skipta sköpun fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Jón Páll.

Í tilkynningu er haft eftir Sigríði Dögg Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, að toppsætið hjá Lonely Planet komi eiginlega á besta tíma.

„Nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd,“ segir Sigríður Dögg.

Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …