Samfélagsmiðlar

Lítillega betri horfur fyrir næsta ár

Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir 1,5 milljón ferðamanna á næsta ári.

Sérfræðingar Seðlabankans spá því að fjöldi erlendra ferðamanna í ár verði 720 þúsund sem er aukning um fjörutíu þúsund túrista frá spá bankans í ágúst. Þetta kemur fram í nýrri útgáfu Peningamála.

Þar hækkar Seðlabankinn líka spá sína fyrir næsta ár upp í eina og hálfa milljón ferðamanna. Er vísað til þess að vísbendingar gefi til kynna að batinn í ferðaþjónustunni verði hraðari en áður var talið en ástandið er þó ennþá viðkæmt að mati bankans.

„Þannig hefur leitum að hótelum og flugi til Íslands á leitarvél Google t.d. fjölgað frá því í sumar og nálgast sambærilegan fjölda og fyrir faraldurinn. Þá eru horfur á að alþjóðlegt farþegaflug sæki í sig veðrið á næstu misserum í kjölfar þess að bólusettum ferðamönnum er orðið heimilt að ferðast til Bandaríkjanna í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra. Útlit er því fyrir að skiptifarþegum gæti fjölgað á ný þegar líður á veturinn. Horfur eru því einnig lítillega betri fyrir næsta ár en talið var í ágúst og áætlað er að fjöldi erlendra ferðamanna verði um 1,5 milljón sem er heldur meira en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans en í takt við það sem talið var í maí. Óvissa er þó enn til staðar um horfur í ferðaþjónustu um allan heim og gæti bakslag í viður- eigninni við farsóttina sett þessar áætlanir í uppnám. Þá gæti hækkun olíuverðs leitt til hærri flugfargjalda næstu misseri sem dregið gætu úr ferðavilja almennings,“ segir í Peningamálum Seðlabankans fyrir nóvember.


Viltu prófa áskrift að Túrista? Þú færð 30 daga áskrift á 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift. Fullt verð í framhaldinu (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …