Samfélagsmiðlar

Segir nógu mikið á tankinum hjá Play fyrir nokkrar sveiflur

Núna eru sæti fyrir 192 farþega í þotum Play en sætunum verður fjölgað fyrir næsta sumar staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Plássið verður þó ekki nýtt til hins ýtrasta að hans sögn.

Það tókst aðeins að selja um helming sætanna í áætlunarflugi Play í júlí, ágúst og september. Tekjur félagsins á þessum þriðja fjórðungi ársins voru því lægri en gert var ráð fyrir. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að það hefði litlu breytt að lækka fargjöldin í sumar til að fá fleiri um borð.

„Það var bara enginn í hylnum ef svo má segja. Við vorum með rosalega lág verð en það var enginn að bíta á,” útskýrir Birgir. Verðlagningin var ekki breytan sem skýrir afhverju sætanýtingin í flugi félagsins hafi verið lægri en stefnt var að. Þar hafi lítil eftirspurn vegið þyngst að mati forstjórans.

Hann bendir þó að Play hefur náð góðri hlutdeild í flugi milli Íslands og Spánar eins og Túristi hefur fjallað um. Aftur á móti hafi flug til Parísar og Berlínar dregið nýtinguna niður í sumar og í haust en þar sé farið að hitna í kolunum. 

„Ég lít á það sem sigur að hafa náð svona hárri hlutdeild á stuttum tíma í Spánarfluginu. Við komum inn á markaðinn þegar fólk er að byrja að ferðast aftur. Ég skil því alveg að margir spyrji sig hvort þeir eigi að velja nýtt flugfélag eða þetta gamla góða. Mér finnst því frábært að við náðum svona stórum hluta af markaðnum hratt.”

Veturinn vanalega þungur í fluginu

Tap Play á þriðja fjórðungi þessa árs, júlí til september, nam 1,4 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í lok síðustu viku. Framundan eru svo ársfjórðungar sem hingað til hafa einkennst af taprekstri í evrópskum fluggeira. Það er því mikilvægt að næsta sumar gangi vel, bæði hjá Play og öðrum flugfélögum. Sérstaklega í ljósi þess að nýliðið sumar einkenndist af neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins.

Ef næsta sumarvertíð stendur ekki undir væntingum myndir þú þá treysta Play til að fara inn í næsta vetur með aðeins það fé sem þið hafið í dag? 

„Já, því eins og við höfum bent á þá er fjárhagslega staða okkar sterk. Við erum í raun skuldlaust félag og höfum nógu mikið á tankinum til að taka nokkrar sveiflur,” segir Birgir og vísar til þess að félagið sé í dag um 10 milljarða í lausafé.

Fleiri sæti í þoturnar

Frá því að Play hóf áætlunarflug í sumar þá hefur félagið nýtt þrjár Airbus A321 þotur með sæti fyrir 192 farþega. Það er þó pláss fyrir fleiri sætaraðir í þessari gerð flugvéla þó það sé mismunandi eftir útfærslum.

Hvenær á að bæta við sætum?

„Þegar Bandaríkjaflugið hefst þá fjölgum við sætum og vélarnar sem við fáum í vor eru í raun með fleiri sætum. Við ætlum hins vegar ekki að bjóða upp á stærri sæti. Núna eru í raun allir farþegar að fá bestu vöruna, þ.e. mesta fótaplássið. En í framtíðinni verður það þannig að þú getur borgað fyrir þetta sætabil sem er núna. Það verður þá mismunandi bil á milli sætaraða,” útskýrir Birgir.

Hann er þó ekki tilbúinn til að gefa það upp hversu mörgum sætum verður bætt við en segir að plássið verði ekki nýtt til hins ýtrasta.

„Við erum með miklu lengri flugleggi og getum ekki fullnýtt plássið. Það verður að vera meira sætabil en hjá þessum hörðustu lágfargjaldafélögum. Minnsta plássið hjá okkur verður bara álíka og það er hjá Icelandair, 28 til 29 tommur.”

Hærri leigugreiðslur frá áramótum

Nú í heimsfaraldrinum hefur framboð á farþegaþotum aukist og leiguverð lækkað í takt við það. Play hefur til að mynda aðeins greitt leigu sem miðast við hverja klukkustundsem þoturnar eru í notkun. Þar með fær leigusalinn engar greiðslur þegar þoturnar standa á Keflavíkurflugvelli. Frá og með áramótum þarf Play hins vegar að borga fasta leigu á mánuði. Það verður þó ekki til þess að flugáætlunin verði aukin til muna strax í byrjun næsta árs.

En hvað með leigugreiðslurnar. Verða þær t.d. tvöfalt hærri í janúar en núna í desember? 

„Nei, nei en það kemur inn auka kostnaður,” segir Birgir en segist ekki vera með í hausnum nákvæmlega hver breytingin verður. Hann bendir að lokum á að kjörin á þotunum sem Play fær í vor verði sveigjanleg til að byrja með líkt og raunin hafi verið með þoturnar þrjár sem eru í flota félagsins í dag.

Sem fyrr segir var sætanýtingin í flugi Play í sumar og september rétt innan við helmingur. Í október hækkað nýtingin aftur a móti umtalsvert eða upp í 68 prósent. Þá flutti félagið um 25 þúsund farþega og hafa þeir þá samtals verið 68 þúsund í ár. Samkvæmt sviðsmynd sem kynnt var í tengslum við hlutafjárútboð félagsins í sumarbyrjun var stefnt að 142 þúsund farþegum í ár. Ljóst er að svo margir verða þeir ekki.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …