Samfélagsmiðlar

Hversu þungt verður höggið fyrir evrópsk flugfélög?

Flugumferðin í Evrópu og yfir Atlantshafið hefur verið að aukast jafnt og þétt í ár. Nú er að sjá hvort nýtt afbrigði kórónuveirunnar dragi úr þeim bata eða ekki.

Fjöldi landa hefur tekið upp hertar ferðareglur til að hefta útbreiðslu ómíkrón afbrigðis kórónaveirunnar. Það ríkir því töluverð óvissa í evrópskum ferða- og fluggeira um hversu neikvæð áhrif þetta nýja afbrigði mun hafa. Greinendur stórbankans HSBC hafa teiknað upp þrjár ólíkar sviðsmyndir þar sem staðan er metin út frá því hversu vel eða illa bóluefnin ráða við ómíkrón.

Túristi fékk leyfi fyrir að birta hluta af niðurstöðunum.

Létt högg

Í ljós kemur að bóluefni koma í veg fyrir alvarleg veikindi vegna ómíkrón afbrigðisins. Stjórnvöld víða um heim draga því fljótlega í land með hertar aðgerðir og áhrifin á sölu ferðalaga næsta sumars verða lítil. Lausafjárstaða flugfélaga heldur því áfram að batna. Hins vegar verður ekki komið í veg fyrir minni sölu á ferðum nú í desemver og eftirspurn eftir skíðaferðum gæti orðið minni, alla vega í byrjun þeirrar vertíðar.

Þegar allt er samantekið þá seinkar batanum í flug- og ferðageiranum um einn ársfjórðung vegna þessarar mildu útgáfu af ómíkrón krísunni. Fjárfestar ættu því að vera þolinmóðir að mati greinenda HSBC.

Þyngra högg

Hér er horft til þess að bóluefnin ráði ekki nægjanlega vel við nýja afbrigðið. Ferðatakmarkanir verða því áfram hertar og munu gilda langt fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Framboð á alþjóðaflugi gæti því aftur farið niður fyrir helming af því sem var fyrir heimsfaraldur. Í því samhengi má rifja upp að Icelandair stefnir á 70 prósent afköst eftir áramót.

Af þessu leiðir að eftirspurn eftir flugi verður lítil næstu vikur og ferðalög takmörkuð á fyrstu mánuðum næsta árs. Sala á páskaferðum verður dræm. Aftur á móti er í þessari sviðsmynd gert ráð fyrir að breytingar á bóluefnum skili fljótt árangri og sumarvertíð ferðageirans verði bjargað að mestu.

Ef þessi staða kæmi upp þá hefði hún í för með sér töluverðar fjárhagslegar áskoranir. Lausafjárstaða flugfélaga myndi veikjast, m.a. vegna endurgreiðslna á ferðum og uppgjörs á kostnaði sem stofnað var til áður en ómíkrón kom til sögunnar. Þar með kæmi á ný til tímabundinna uppsagna á starfsfólki.

Þau flugfélög í Evrópu sem talin voru standa vel fyrir ómíkrón munu koma sér í gegnum þessa kreppu en þau sem standa veikt gætu fallið að mati HSBC. Eins gæti þetta orðið til þess að stjórnvöld víða um heim verði að styðja enn frekar við fluggeirann, bæði með hlutafé, lánsfé eða styrkjum.

Þungt högg

Ef bóluefnin reynast gagnlaus í baráttunni við ómíkrón þá verða ferðatakmarkanir enn harðari á nýju ári og langvarandi. Framboð á millilandaflugi yrði um fjórðungur af því sem var árið 2019. Fjárhagslega yrði þetta gríðarlega áskorun fyrir evrópska fluggeirann og framtíð margra flugfélaga yrði í höndum ráðamanna. Flugfélög sem voru sterk fyrir ómíkrón þurfa að leita til hluthafa eftir auknu fé. Þau sem stóðu verr reiða sig á opinberan stuðning eða fara í þrot. Ef þessi dökka mynd verður að veruleika þá reikna greinendur HSBC með því að einhver þeirra nýju flugfélaga sem komið hafa inn á markaðinn muni falla vegna ófullnægjandi fjármögnunar og takmarkaðs opinbers stuðnings.

Ef áhrif ómíkrón verða þetta alvarleg þá má reikna með að bati evrópskra fluggeirans dragist um eitt ár í viðbót. Flugvellir og birgjar flugfélaga myndu einnig finna fyrir þessu þunga höggi.

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …