Samfélagsmiðlar

Lengri bið eftir langtímaplani

Boeing 757 þotur Icelandair verða ólíklega nýttar í mörg ár í viðbót.

Yngstu Boeing 757 þoturnar sem Icelandair á voru teknar í notkun undir lok síðustu aldar og eru því komnar til ára sinna. Innan félagsins hefur um árabil verið unnið að áætlun um hvernig flugfloti félagsins verður samansettur til lengri tíma. Þráðurinn í þeirri vinnu var tekinn upp að nýju í sumar og þá var stefnt að ákvörðun fyrir áramót.

Þannig mátti alla vega skilja orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, á opnum fjárfestafundi í lok júlí. Þá sagði hann að endurskoðun á flotastefnu félagsins væri að hefjast á nýjan leik og ákvörðun yrði tekin um hvaða flugvélar tækju við af Boeing 757 þotunum. „Við stefnum á að vera með niðurstöðu í því verkefni fyrir lok þessa árs,“ bætti Bogi við.

Spurður um stöðuna á þessu verki í dag þá segir forstjórinn, í svari til Túrista, að hann eigi ekki von á formlegri tilkynningu í Kauphöll eða til fjölmiðla um flotamálin fyrir áramót. Þess háttar tilkynningar verði væntanlega ekki sendar út fyrr en skuldbindandi samningar liggi fyrir. Bogi segist jafnframt eiga von á því að starfsfólk verði fyrst upplýst um hvernig verkefnið hafi þróast áður en farið verði með það í fjölmiðla.

Forstjórinn svarar því ekki hvort stjórnendur félagsins hafi tekið ákvörðun um hvernig flotinn skuli vera til lengri tíma jafnvel þó ákvörðunin verði ekki gerð opinber á þessum tímapunkti.

Vilja fleiri Max þotur

Icelandair festi kaup á samtals tólf Boeing Max þotum og verða þær þrjár síðustu afhentar félaginu í byrjun nýs árs. Þessar nýju þotur hafa nýst í ferðir á fjarlægari áfangastaði en upphaflega var gert ráð fyrir og þar með fyllt skarð Boeing 757 þotanna að nokkru leyti. Þær taka þó færri farþega í hverri ferð. Í Boeing 757 eru sæti fyrir 183 farþega en aðeins 160 manns í minni gerðinni af Boeing Max.

Það hefur áður komið fram að innan Icelandair er horft til þess að tryggja félaginu tvær til þrjár Max þotur til viðbótar fyrir næsta sumar. Aðspurður um þá vinnu þá segir Bogi að hún gangi ágætlega en samningar séu ekki frágegnir.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …