Samfélagsmiðlar

Enginn stjórnandi hætti á meðan flugfélagið skilaði hagnaði

Nú eiga hluthafar Icelandair að taka afstöðu til þess hvort það séu launin eða fyrst og fremst góður árangur sem heldur fólki í vinnu hjá flugfélaginu. Vísbendingar eru um að það síðarnefnda hafi vegi þungt á sínum tíma.

Í byrjun vikunnar afsalaði stjórn Icelandair sér ríkisábyrgð á lánalínu flugfélagsins. Ábyrgðin hefði mögulega komið í veg fyrir innleiðingu á boðuðu bónuskerfi fyrir stjórnendur.

Stjórn Icelandair leggur til að forstjóri og framkvæmdastjórar félagsins fái rétt til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækinu á sérkjörum og einnig verði viðhaldið kaupaukakerfi sem geti hækkað laun þessa átta manna hóps um allt að fjórðung.

Með þessum kjarabótum til stjórnenda er vonast til að Icelandair gangi betur að halda í lykilstarfsfólk og vísað er til þess að þrír af framkvæmdastjórum flugfélagsins hættu í fyrra. Ekkert þessara þriggja sat í framkvæmdatjórninni árið 2017 þegar rekturinn var síðast réttum megin við núllið.

Tvö þeirra tóku sæti í yfirstjórninni árið eftir og sú þriðja bættist við í ársbyrjun 2019.

Þessi tvö ár tapaði Icelandair samtals um 14 milljörðum króna þrátt fyrir að þetta hafi almennt verið góð ár í flugrekstri. Flugfélagið SAS, sem oft hefur átt í vanda, skilaði til að mynda methagnaði. Kyrrsetning Boeing Max þotanna árið 2019 fór illa með Icelandair en á móti kom að Wow Air hvarf af markaðnum á sama tíma. Heimsfaraldurinn hófst svo í ársbyrjun 2020 og það er fyrst núna sem sér til sólar á ný.

Úr samsteypu í flugfélag

Sem fyrr segir var það árið 2017 sem Icelandair skilaði síðast hagnaði og árin sex þar á undan var afkoman líka jákvæð. Á þessum árum var yfirstjórn flugfélagsins nærri óbreytt allan tímann. Einhverjir stjórnendur færðust til í störfum innan fyrirtækisins en enginn kvaddi flugfélagið til að fara til keppinautar eða í aðra geira samkvæmt því sem Túristi kemst næst.

Á þessum árum var flugfélagið rekið sem systurfélag Icelandair Group og fór Birkir Hólm Guðnason fyrir flugfélaginu á meðan Björgólfur Jóhannsson var forstjóri Icelandair samsteypunnar sem einnig rak hótelkeðju, Flugfélag Íslands og ferðaskrifstofur. Í árslok 2017 voru gerðar skipulagsbreytingar og þá tók Björgólfur við stjórn flugfélagsins og Birkir hvarf á braut.

Björgólfur sagði starfi sínu lausu í ágúst 2018 og Bogi Nils Bogason, tók við sem forstjóri. Hann hafði áður verið forstöðumaður fjármála Icelandair Group.

Kynntu bónuskerfið eftir að ríkisábyrgðin var afþökkuð

Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair sumarið 2020 þá samþykkti Alþingi að ábyrgjast lánalínu til flugfélagsins upp á rúmlega þréttan milljarða króna á gengi dagsins í dag. Á mánudaginn afsalaði stjórn Icelandair sér þessari ábyrgð. Tveimur dögum síðar var betrumbætt bónuskerfi fyrir stjórnendur kynnt.

Í skilmálum Alþingis, fyrir veitingu ábyrgðarinnar, er ekki skýrt kveðið á um bann við sérkjörum til stjórnenda. Viðmælendur Túrista í viðskiptalífinu eru þó sammála um að það hefði verið erfitt fyrir stjórn Icelandair að leggja til fyrrnefndar kjarabætur ef ábyrgðin væri ennþá virk. Bæði kynni það að stangast á við hluta af skilmálunum og eins hefði umræðan um kjarabæturnar þá mögulega ratað inn á Alþingi.

Geta ekki keppt við erlend tilboð

Samkvæmt svari frá Icelandair, við fyrirspurn Túrista um boðaðar hækkanir á kjörum stjórnenda, þá segir að stjórn Icelandair telji nauðsynlegt að innleiða langtímahvatakerfi til að ráða og halda í lykilstarfsmenn. „Stjórnendur félagsins hafa jafnframt verið að fá tilboð erlendis frá sem félagið hefur ekki getað keppt við kjaralega,“ segir í svarinu. Þar er jafnframt bent á að skráð fyrirtæki á Íslandi hafa í auknum mæli verið að innleiða hvatakerfi fyrir stjórnendur.

Þegar spurt er hvort almennum starfsmönnum bjóðist einnig þátttaka í hvatarkerfi þá segir í svari Icelandair að stjórn félagsins sé almennt á því að mikilvægt sé að tengja betur saman hagsmuni sem flestra starfsmanna og hluthafa. Því verði unnið að því á næstu misserum í samræmi við drög að nýrri starfskjarastefnu sem lögð verður fram á næsta aðalfundi til samþykktar. 

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …