Samfélagsmiðlar

Leigan frá hótelunum jafnhá og fyrir faraldur en gistimarkaðurinn mun minni

„Við alla vega stöndum í skilum en þetta er ekki létt," segir stjórnarformaður Icelandairhótelanna. Forstjóri Reita segir fyrirtækið í „virku samtali" við þá sem skulda leigu.

Icelandairhótelin eru stærsti viðskiptavinur Reita og leigja meðal annars Nordica Hilton og Reykjavík Natúra af fasteignafélaginu. Hótel Borg er líka í eigu Reita en Keahótelin leigja þá byggingu. Landsbankinn er stærsti hluthafi Keahótelanna.

Nokkur af stærstu hótelum höfuðborgarinnar eru starfrækt í húsnæði í eigu fasteignafélagsins Reita en hótelgeirinn hefur skiljanlega átt í kröppum dansi í heimsfaraldrinum.

Ástandið skánaði töluvert þegar leið á síðasta ár og í ágúst í fyrra gáfu stjórnendur Reita það út að nú væri á ný gert væri ráð fyrir að leigutekjurnar frá hótelunum yrðu nálægt því sem var fyrir heimsfaraldur. Þegar þarna var komið við sögu var ferðamannastraumurinn hins vegar langtum minni en í eðlilegu árferði eins og Túristi fjallaði um.

Reitir birtu svo uppgjör sitt fyrir síðustu þrjá mánuði síðasta árs í gær og þar sést að leigutekjurnar frá hótelunum voru á pari við það sem þær voru á sama tíma árið 2019. Núna voru tekjurnar 468 milljónir króna sem er aðeins sjö milljónum minna en á sama tíma árið 2019. Í samanburði við fjórða ársfjórðung 2020 þá var hækkunin núna þreföld.

Í svari til Túrista segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, að tekjur á síðasta ársfjórðungi 2021 hafi verið fyllilega í samræmi við væntingar. En tekið skal fram að Reitir hvorki keyptu né seldu hótelfasteignir á þessum árum.

Fjórðungi færri gistinætur

Sem fyrr segir eru hótelbyggingarnar í eignasafni Reita í Reykjavík. Gistinætur á hótelum höfuðborgarinnar voru fjórðungi færri á síðasta fjórðungi nýliðins árs en þær voru á sama tíma árið 2019. Á sama tíma eru vísbendingar um að verðskrár hótela séu nokkru lægri en þær voru.

Þessi neikvæða þróun þarf ekki að endurspeglast í rekstri hótelanna sem rekin eru í fasteignum Reita. Það er hins vegar tekið sérstaklega fram í árskýrslu fasteignafélagsins að viðskiptakröfur um síðustu áramót hafi verið hærri en hefðbundið er. Og er það sérstaklega rakið til vanskila í hótelgeiranum.

Spurður hvort sú staða sé ekki til marks um að hótelin hafi í raun ekki geta staðið undir fullri leigu þá segir forstjóri Reita að svo sé ekki. Viðskiptakröfurnar snúi ekki að síðstu mánuðum nýliðins árs heldur erfiðu mánuðunum þar á undan að hans sögn.

„Við eigum í virku samtali við þá aðila sem skulda okkur leigu frá Covid tímum og getum vonandi sagt frá þeim áður en langt um líður,“ bætir Guðjón við.

Eins og gefur að skilja þá flokkast ógreidd leiga fyrir t.d. desember sl. ekki sem vanskil um síðustu áramót. Það ætti því að koma betur í ljós í næsta uppgjöri Reita hvernig hótelunum hafi gengið að gera upp leiguna fyrir síðustu mánuðina í fyrra.

Eru í viðræðum við Reiti

Stærsti viðskiptavinur Reita eru Icelandairhótelin en þau standa undir 9 prósentum af tekjum fyrirtækisins. Spurður um leigugreiðslurnar til Reita þá segir Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður hótelfyrirtækisins, að full leiga hafi verið greidd frá því síðasta sumar.

„Við alla vega stöndum í skilum en þetta er ekki létt,“ bætir Tryggi við. Hann staðfestir Icelandairhótelin séu í viðræðum við Reiti vegna „fortíðarmála“ en líkt og haft er eftir forstjóra Reita hér að ofan þá vonast fyrirtækið til að ljúka því uppgjöri fljótlega.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …