Samfélagsmiðlar

Aðeins einn af níu lífeyrissjóðum samþykkti kjarabætur fyrir yfirmenn Icelandair

Tilllögur stjórnar Icelandair um bætt kjör stjórnenda þótti meðal annars of umfangsmiklar.

Stjórn Icelandair hefur nú heimild til þess auka hlutafé í flugfélaginu í tvígang á næstunni. Stjórnina skipa Matthew Evans, Svafa Grönfeldt, Guðmundur Hafsteinsson, Nina Jonsson og John Thomas.

Tillaga stjórnar Icelandair Group um að nýtt kaupréttakerfi fyrir stjórnendur og sérvalda starfsmenn flugfélagsins var samþykkt á aðalfundi í síðustu viku. Kerfið bætist við bónuskerfi sem nú þegar er til staðar hjá flugfélaginu og getur hækkað árslaun stjórnenda um allt að fjórðung.

Í hópi tuttugu stærstu hluthafa fyrirtækisins eru níu íslenskir lífeyrissjóðir og greiddu þrír stærstu atkvæði gegn tillögunni líkt og Túristi hefur áður greint frá.

Það eru lífeyrissjóðirnir Gildi, Brú og LSR en sá fyrstnefndi hafði gert grein fyrir afstöðu sinni fyrir fundinn. Þar kom fram að boðaðar kjarabætur væru of umfangsmiklar.

Fjórði stærsti lífeyrissjóðurinn í hópi hluthafa Icelandair er Almenni lífeyrissjóðurinn og samkvæmt svörum þaðan þá var greitt atkvæði með kaupréttakerfinu.

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og lífeyrissjóðurinn Birta tóku ekki þátt í aðalfundinum og greiddu því ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um kjarabætur fyrir forstjóra, framkvæmdastjórn og ótilgreindan hóp lykilstarfsamanna Icelandair.

Tímasetningin ekki rétt

Fulltrúar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og Eftirlaunasjóðs FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna, greiddu hins vegar allir atkvæði gegn tillögunni um kaupréttakerfið samkvæmt upplýsingum frá sjóðunum þremur.

Í svari sínu segir Sturla Ómarsson, stjórnarformaður EFÍA og flugstjóri hjá Icelandair, að sjóðurinn sé almennt ekki mótfallinn kaupréttum og öðrum árangurstengdum kaupaukum. En áhersla sé lögð á slíkar áætlanir séu skýrt afmarkaðar og fari saman við langtímahagsmuni hluthafa.

„Að þessu sögðu þótti sjóðnum umfang kauprétta Icelandair mikið og tímapunkturinn til að fara af stað með slíkt rangur í ljósi þess sem á undan er gengið hjá félaginu. EFÍA kaus því gegn tillögu stjórnar Icelandair að kaupréttum,“ bætir Sturla við.

Tvær hlutafjáraukningar í pípunum

Stærsti hluthafinn í Icelandair er bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit en sá geymir hlut sinn í Icelandair í írsku félagi. Það var stofnað stuttu áður en bandaríski sjóðurinn eignaðist 16,6 prósent hlut í Icelandair eftir hlutafjáraukningu síðastliðið sumar. Hluturinn er kominn niður í tæp 15 prósent sem skýrist af útgáfu áskriftarréttinda til þeirra sem tóku þátt í hlutafjárútboði Icelandair haustið 2020.

Bain Capital Credit fékk líka þess háttar réttindi og jafngilda þau 1,4 milljörðum hluta í flugfélaginu. Markaðsvirði þessara bréfa er 2,2 milljarðar króna í dag. Bandaríski lánasjóðurinn hefur tíu daga í kringum mánaðarmótin júlí ágúst til að ákveða hvort þessi viðbótarbréf verða keypt eða ekki.

Ef sjóðurinn kaupir þá minnkar um leið eign núverandi hluthafa í Icelandair um sama hlutfall. En þar með fær flugfélagið inn nýtt hlutafé í fimmta skiptið frá því að hlutafjárútboðinu 2020 lauk.

Sjötta hlutafjáraukningin hefur nú þegar verið samþykkt því stjórn Icelandair fékk heimild á aðalfundinum í síðustu viku til að auka hlutafé í fyrirtækinu um 900 milljónir hluta. Þeir fara allir inn í hið nýja kaupréttakerfi sem stjórnendur og sérvalda starfsmenn fá nú aðgang að. Markaðsvirði þessara bréfa er um 1,6 milljarðar króna í dag.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …