Samfélagsmiðlar

Boða ráðdeild í rekstri og eldsneytisgjald

Play tapaði 22,5 milljónum dollara í fyrra sem jafngildir um 2,8 milljörðum króna miðað við meðalgengi dollara árinu. Fyrir skatt var tapið 3,6 milljarðar kr. Afkoman var helmingi verri en lagt var upp í kynningu á hlutafjárútboði félagsins í júní í fyrra. Þar var umframeftirspurnin eftir hlutabréfum í hinu nýja flugfélagi áttföld. Um 4,3 milljarðar króna söfnuðust í útboðinu en stuttu áður hafði Play fengið inn um sex milljarða króna í lokuðu útboði.

Meginkýringin á verri afkomu liggur í tekjuhliðinni því farþegahópur Play var mun fámennari en vonast var til. Af þeim sökum voru tekjurnar um helmingi lægri en upphaflega var reiknað. Forsvarsfólk Play hefur áður vísað til þess að markaðsaðstæður hafi verið erfiðar í fyrra vegna heimsfaraldursins og þeirra sóttvarnaraðgerða sem þá voru í gildi.

Falla frá áformum um olíuvarnir

Núna er það afleiðingar innrásar Rússa á Úkraínu sem valda búsifjum. Kostnaðurinn hefur nefnilega aukist í takt við hækkandi olíuverð. Stjórnendur Play gera ráð fyrir að sú verðbreyting muni kosta félagið aukalega um tíu milljónir dollara í ár en það jafngildir um 1,3 milljörðum kr. á gengi dagsins. Hins vegar hefur verið fallið frá áformum um að festa hluta af olíuverðsins fram í tímann, öfugt við það sem boðað var í síðustu viku.

Útíbú í Litháen til að lækka kostnað

Fyrrnefndri hækkun á olíu verður mætt með aukinni ráðdeild í kostnaði og tilkomu sérstaks olíugjalds ofan á miðaverð að því segir í tilkynningu frá Play. Ekki kemur þar fram hversu hátt gjaldið verður en til samanburðar er eldsneytisálagið 4.600 krónur hjá Icelandair þegar flogið er til Evrópu en 8.100 kr. ef flogið er til Norður-Ameríku. Álagið var mun hærra þegar olíuverðið var síðast álíka hátt og það er í dag.

Í tilkynningu Play er ekki nefnt hvernig aðhald í rekstrinum mun kom fram en stjórnendur flugfélagsins boðuðu opnun útibús í Vilnius í Litháen í árslok í fyrra. Tilgangurinn með því var meðal annars að ná fram lægri kostnaði. Gera má ráð fyrir að forsvarsfólk Play fjalli um stöðuna á því verkefni á afkomufundi með fjárfestum nú klukkan hálf níu. Túristi mun fjalla um niðurstöður þess fundar síðar í dag.

Engin áform um hlutafjáraukningu

Þrátt fyrir áframhaldandi krefjandi rekstrarumhverfi þá gerir Play ráð fyrir rekstrarahagnaði á seinni helmingi þessa árs þegar tengiflug félagsins hefst enda hafi bókanir aukist verulega með tilkomu þess. „Engin áform eru því uppi um hlutafjáraukningu enda er lausafjárstaða félagsins sterk, bókunarstaðan góð og fyrirtækið ber engar vaxtaberandi skuldir,“ að því segir í tilkynningu.

Samkvæmt útboðsgögnum Play í júní í fyrra var gert ráð fyrir að rekstrarafkoman árið 2022 yrði jákvæð um 1,4 milljarða króna og hagnaður eftir skatt myndi nema hálfum milljarði kr.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …