Samfélagsmiðlar

Fjöldi tækifæra fyrir flugfélög og íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á Grænlandi

Keflavíkurflugvöllur er á margan hátt vel staðsettur fyrir Grænland segir Hjörtur Smárason, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Grænlands. Hann sér líka marga möguleika fyrir íslenska ferðaþjónustufyrirtæki þar í landi.

Teikningar af nýjum og endurbættum flugvöllum á Grænlandi.

Fyrir heimsfaraldur fór nærri helmingur allra ferðamanna sjóleiðina til Grænlands. Skýringin á því er meðal annars sú að stórar farþegaþotur geta í dag aðeins lent á flugvellinum í Kangerlussuaq. Innan þriggja ára verða hins vegar teknar í notkun nýjar flugbrautir í Nuuk og Ilulissat sem verða nógu langar fyrir þotur.

Samhliða þessum breytingum þá opnast ný tækifæri fyrir Grænlandsflug, meðal annars frá Keflavíkurflugvelli. Hjörtur Smárason, framkvæmdastjóri Visit Greenland, segir þetta byltingu í ferðaþjónustu á Grænlandi. 

„Það er klárlega tækifæri í því að fljúga hingað þotum í stað þess að nota minni flugvélar þar sem fáir farþegar þurfa að bera uppi allan kostnaðinn. Keflavíkurflugvöllur er líka mjög vel staðsettur fyrir Grænland á margan hátt. Hann er eiginlega í miðju Grænlandi ef svo má segja og því frábært að tengjast við leiðakerfi Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Það myndi líka stytta ferðalagið hingað verulega fyrir marga.

Það ekki aðalatriði með hvaða flugfélagi fólk kemur til Grænlands. Auk Icelandair er fjöldi annarra flugfélaga að fljúga til Íslands og þau geta allt eins komið með ferðamenn sem eru með Grænland sem lokaáfangastað. Það eru einnig mikil samlegðaráhrif í því að bjóða fólki upp á tveggja til þriggja daga stopp á Íslandi í tengslum við ferðalag til Grænland. Leiðakerfi Icelandair er mjög gott fyrir Grænland og styttir leiðina hingað. Það tekur t.a.m. einn aukadag fyrir Bandaríkjamann að komast hingað ef hann þarf að millilenda í Kaupmannahöfn á leiðinni,” útskýrir Hjörtur.

Mikilvægt að fá beint flug frá fleiri löndum

Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu á síðasta áratug skrifast að töluverðu leyti á þann fjölda erlendra flugfélaga sem hóf að fljúga til Keflavíkurflugvallar. Breskum ferðamönnum hér á landi yfir háveturinn fjölgaði til að mynda umtalsvert með tilkomu Easyjet á markaðinn. Nýjasta dæmið um slík áhrif er aukin ásókn Ítala í Íslandsferðir sem rekja má til tíðar ferðir Wizz Air hingað frá ítölskum borgum.

Hjörtur horfir til þessara þróunar og vonast til að Grænland komist líka kortið hjá erlendum flugfélögum.

„Þetta eru fyrirtæki sem ná til margra milljóna og eru með mjög sterkar söluleiðir sem við sjálf höfum ekki aðgang að. Það er því draumur minn að fá erlend flugfélög til að fljúga hingað beint. Við sjáum líka að Icelandair er í dag miklu stærra en það var áður en erlendu samkeppnisaðilarnir komu. Air Greenland mun að sama skapi stækka við að fá fleiri flugfélög inn á markaðinn því hér þarf að fljúga innanlands til að komast á milli staða og það er bara Air Greenland sem er á þeim markaði.”

Góð reynsla af starfi við Íslendinga

Það eru ekki aðeins tækifæri fyrir flugfélög að hasla sér völl á Grænlandi því þar eru líka möguleikar fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Sérstaklega þau sem hafa byggt upp öflugt sölustarf að mati Hjartar.

„Við erum að leita að meiri uppbyggingu í afþreyingu fyrir ferðamenn, og sérstaklega í ævintýraferðum og sjálfbærri ferðamennsku. Þar hafa íslensk fyrirtæki mikla reynslu enda búið að byggja upp mikið í tengslum við ferðaþjónustuna á Íslandi á síðastliðnum áratug. Ég tel að það séu mikil tækifæri fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að auka úrvalið hjá sér með því að koma með nýja valkosti á Grænlandi. Hér er ennþá hægt að framkvæma það sem var hægt á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Finna fjörð og vera þar alveg einn með hóp og gera eitthvað nýtt og spennandi,” segir Hjörtur.

Hann bendir jafnframt á að Íslendingar hafa verið virkir á Austur-Grænlandi og hluti af ferðaþjónustunni þar er rekin af eða í samtarfi við Íslendinga.

„Það er almennt góð reynsla af því samstarfi og ég sé Íslendinga sem mikilvægan hlekk í uppbyggingu grænlenskrar ferðaþjónustu. Líka í þjálfun starfsfólks þannig að Íslendingar komi hingað og vinni með grænlenskum fyrirtækjum. Á sama hátt gætu Grænlendingar farið til Íslands og lært af því sem gert hefur verið þar. Sterkt samstarf landanna í ferðaþjónustu getur verið báðum löndum mjög til góða.”

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …