Samfélagsmiðlar

Fleiri vilja kaupa sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna

Nú er það ekki eingöngu undir bandarísk samkeppnisyfirvöldum komið hvort Indigo Partners taki við stjórnartaumunum í Spirit flugfélaginu á nýjan leik eða ekki.

Floti Spirit samanstendur af Airbus þotum og það sama má segja um flugfélögin tvö sem nú vilja taka félagið yfir.

Áform um samruna bandarísku flugfélaganna Frontier og Spirit voru kynnt í febrúar en bæði tvö eru flokkuð sem últra lágfargjaldafélög. Sameinuð yrðu þau fimmta stærsta flugfélagið á bandaríska markaðnum.

Gengið er út frá því að hluthafar Frontier fái 51,5 prósent í nýja fyrirtækinu þrátt fyrir að Spirit sé í raun umsvifameira. Árið 2019 flutti það síðarnefnda um 19 milljónir farþega á meðan um 13 milljónir nýttu sér ferðir Frontier.

Bæði félög eru með sterka tengingu við Indigo Partners, bandaríska fjárfestingafélagið sem skoðaði kaup á Wow Air á sínum tíma. Indigo kom Spirit á lappirnar en seldi hlut sinn í félaginu árið 2013 og tók yfir Frontier stuttu síðar.

Gengi tilboðsgjafans féll

Flugfélögin tvö eru skráð á hlutabréfamarkað og í gær gerðu stjórnendur flugfélagsins Jetblue hluthöfum Spirit tilboð um yfirtöku á félaginu. Tilboðið hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadollara (um 466 milljörðum króna) sem þýðir að Jetblue metur Spirit á um þriðjungi hærri upphæð en gert er í boðuðum samruna félagsins við Frontier. Gengi hlutabréfa í Spirit rauk upp í kjölfar þess að fréttir af tilboðinu láku út í gær. Bréfin í Jetblue lækkuðu hins vegar um sjö af hundraði.

Ólík lággjaldafélög

Líkt og Túristi fjallaði um í gær þá tilheyrir Jetblue flokki lággjaldaflugfélaga en er engu að síður að hasla sér völl í flugi til Evrópu og þar sem sérstök áhersla lögð á farþega sem vilja borga fyrir betri sæti fremst í þotunum.

Hjá Spirit gengur starfsemin hins vegar út á flug innan Norður-Ameríku og í þotum félagsins er reynt að koma fyrir eins mörgum farþegum og hægt er. Viðskiptamódel félaganna tveggja er því ólíkt á meðan Frontier og Spirit gera bæði út á þá sem vill borga sem minnst fyrir flugið.

Andstaða við meiri samþjöppun

Samkvæmt úttekt ferðafjölmiðilsins Skift þá voru jafngiltu umsvif Frontier og Spirit samanlagt um 6 prósent af bandaríska markaðnum árið 2019 á meðan Jetblue og Spirit voru með um 7 prósent af markaðnum. Fjögur stærstu flugfélög Bandaríkjanna; Delta, American, United og Southwest, eru hins vegar með um áttatíu prósent af markaðnum. Þar á eftir kemur Alaska Airlines með um fimm prósent.

Þrátt fyrir að sameining Spirit og Frontier myndu litlu breyta um stöðu stærstu flugfélaganna vestanhafs þá telja sérfræðingar töluverðar líkur á að bandarísk yfirvöld muni ekki heimila samrunann. Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ætli sér einfaldlega ekki á heimila enn meiri samþjöppun á flugmarkaðnum þar í landi.

Þess má geta í lokin Ben Baldanza, fyrrum stjórnarmaður í Wow Air, situr í stjórn Jetblue í dag en hann var áður forstjóri Spirit Airlines.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …