Samfélagsmiðlar

Hótelið við Austurvöll opnar í sumar

Það styttist í að gestir Iceland Parliament hótelsins getið tékkað sig þar inn.

Margra ára framkvæmdum við að breyta gamla Landsímahússinu í 148 herbergja hótel fer senn að ljúka. Hótelið ber heitið Iceland Parliament Hotel og verður það sjöunda sem Icelandairhótelin reka í Reykjavík.

Spurður um hvenær hið nýja hótel opni þá segir Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður hótelkeðjunnar, að það verði í júní eða júlí. Hótelið verður markaðssett undir merkjum Hilton keðjunnar líkt og þrjú önnur hótel Icelandairhótelanna í Reykjavík.

Eigandi hótelbyggingarinnar sjálfrar er félagið Lindarvatn en Icelandair Group fer með helmings hlut í því félagi á móti fjárfestingafélaginu Dalsnesi. En um síðustu áramót nam krafa Icelandair samsteypunnar á Lindarvatn samtals 16,6 milljónum dollara. Sú upphæð jafngildir um 2,2 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Stuttan spöl frá hinum nýja hóteli við Austurvöll, nánar tiltekið við Lækjargötu, opnar nú í sumarbyrjun Hótel Reykjavík Saga sem er í eigu Íslandshótelanna. Þar verða 125 herbergi og það bætast því nærri þrjú hundruð herbergi við úrvalið af hótelherbergjum í miðborginni nú fyrri hluta sumars. Til viðbótar á ennþá eftir að taka öll herbergin á Edition hótelinu við Hörpu í gagnið.

Líkt og fram kom hér á síðum Túrista í vikunni þá er næga gistingu að fá í höfuðborginni í sumar en því er víða öfugt farið út á landi.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …