Samfélagsmiðlar

Misdýrt að bæta við farangri

kef taska 860

Það getur verið álíka dýrt að borga undir ferðatösku og farþega í flugi til og frá landinu.

Þar til fyrir fimm árum síðan fengu farþegar Icelandair, á leið til Norður-Ameríku, að innrita tvær ferðatöskur án þess að borga aukalega fyrir. Farangursheimildin var svo samræmd því sem tíðkaðist í Evrópufluginu í ársbyrjun 2017 og þar með máttu þeir sem bókuðu ódýrustu miðana hjá Icelandair innrita eina tösku. Skipti þá engu til hvaða lands var flogið.

Þessi regla lifði ekki lengi því frá og með haustinu 2017 hafa þeir sem bóka ódýrustu miðana hjá Icelandair ekki rétt á að innrita farangur nema borga aukalega fyrir.

Segja má að félagið hafi á þessum tíma verið að fylgja fordæmi keppinautanna sem margir hverjir höfðu þá þegar kynnt til sögunnar fargjaldaflokk þar sem enginn farangur var innifalinn.

Og í dag er það í raun undanteknin ef flugfélögin sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli taka ekki aukalega fyrir það að fljúga ferðatöskum milli landa. Alla vega þeim sem þarf að setja í farangursgeymsluna.

Verðlagningin á þessari þjónustu er mjög ólík eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Hjá lággjaldaflugfélögunum er verðið ekki alltaf fast heldur breytilegt á milli borga og jafnvel daga. Gjaldið getur líka verið dýrara en farmiðinn sjálfur eins og stundum er raunin hjá Wizz Air.

Hjá hefðbundnu félögunum er farangursheimildin oft það dýr að það borgar sig í raun ekki að kaupa ódýrstu farmiðana og bæta svo við tösku eftir ár. Það er einfaldlega hagstæðara að kaupa miða í næstódýrasta flokki þar sem farangur er innifalinn. Hið breska British Airways býður til að mynda ekki þeim sem eru með ódýrustu miðana að kaupa farangur aukalega.

Í töflunni hér fyrir neðan er aðeins horft til farangurs sem þarf að innrita en flest lágfargjaldafélög rukka líka aukalega fyrir töskur sem komast ekki undir sætin. Hvort Icelandair og fleiri eldri flugfélög fylgi því fordæmi á eftir að koma í ljós.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …