Samfélagsmiðlar

Olíuverðið þarf að lækka um tugi prósenta ef afkomuspáin á að ganga eftir

Hækkandi fargjöld og samdráttur í áætlun gætu vegið upp á móti kostnaðarhækkuninni.

Nýr samningur Icelandair um fyrirframkaup á eldsneyti gerir ráð fyrir mun hærra verð en félaginu bauðst í febrúar.

Fyrir heimsfaraldur var Icelandair ávallt með samning um fast verð á helmingi af eldsneytisþörfinni til næstu tólf mánaða. Auk þess samdi félagið um verð á tíund af notkuninni til næstu 13 til 18 mánaða. Svona eldsneytisvarnir eru algengar í fluggeiranum enda veita þær ákveðinn fyrirsjáanleika í rekstrinum því kaup á þotueldsneyti er næststærsti kostnaðarliðurinn hjá flugfélögunum á eftir launum starfsfólks.

Þessi viðskipti eru þó áhættusöm eins og Icelandair og fleiri flugfélög fengu að reyna þegar landamæri lokuðust í mars 2020 vegna Covid-19. Um haustið bókfærði Icelandair til að mynda fimm milljarða króna tap af sínum eldsneytissamningi.

Í kjölfarið var félagið ekki með neinar varnir en tók svo upp þráðinn í þessum efnum í fyrra en með takmarkaðri hætti en áður.

Þannig var Icelandair aðeins með fast verð á þrjátíu prósent af áætlaðri eldsneytisþörf á fyrsta fjórðungi þessa árs. Gera má ráð fyrir að á því tímabili hafi Icelandair að jafnaði greitt um tíu prósent hærra verð en afkomuspá stjórnenda flugfélagsins byggir á. Spá þeirra um jákvæða afkomu í ár gerir nefnilega ráð fyrir að félagið greiði að jafnaði 800 dollara fyrir tonn af þotueldsneyti í ár.

Bæta í vörnina

Á þeim fjórðungi sem hófst um síðustu mánaðamót er félagið búið að festa verð á fjórðungi af eldsneytisþörfinni. En miðað við forsendur afkomuspárinnar þá þyrfti markaðsverðið í dag að vera um þriðjungi lægra en það er í raun og veru.

Til að vega upp á móti þessum aukna kostnaði þá hefur Icelandair hækkaði svokallað eldsneytisálag og þar með reynt að koma hækkuninni út í verðlagið.

Lægra hlutfall í sumar

Félagið getur þó ekki hækkað afturvirkt þá farmiða sem búið var að selja fyrir komandi sumarvertíð. Nema þann hluta sem seldur var í gegnum ferðaskrifstofur og ekki var búið að gera upp.

Eldsneytisvarnir Icelandir fyrir háannatímabilið í ár hafa verið mjög takmarkaðar líkt og Túristi greindi frá í byrjun mars. Þá hafði félagið aðeins fest verð á innan við tíund af eldsneytisþörfinni en samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær þá hefur hlutfallið verið hækkað í 18 prósent.

Fyrir þann hluta mun Icelandair griða að jafnaði 934 dollar fyrir tonnið. Til samanburðar hafði Morgunblaðið það eftir fjármálastjóra Icelandair um miðjan febrúar að þá biðist félaginu að festa tonnið í júlí í 800 dollurum. Heimsmarkaðsverð á þotueldsneyti var í gær var 1.264 dollarar á tonnið.

Gætu dregið úr framboði

Miðað við þessar nýju varnir sem Icelandair kynnti í gær þá þarf markaðsverð á eldsneyti að lækka um nærri fjörutíu af hundraði á næstu þremur mánuðum eigi forsendur afkomuspárinnar að ganga eftir. Ef það gerist ekki verða fargjöldin að hækka töluvert líkt og stefnt er að með hærra eldsneytisálagi.

Ef hækkun farmiða dregur svo úr eftirspurn þá gætu stjórnendur Icelandair gripið til þess að draga úr framboði fyrir komandi vetur.

Þess háttar niðurskurð kynntu þáverandi stjórnendur Icelandair vorið 2008 en þá var olíuverðið mjög hátt. Á þeim tíma áttur þeir hins vegar ekki kost á því að skipta út gömlu þotunum fyrir sparneyttari Max þotur líkt og hægt er að gera í dag. Í nýju flugvélunum eru hins vegar færri sæti en í þeim gömlu sem myndi leiða til þess að framboðið myndi dragast saman ef gömlu þoturnar verða minna nýttar en ráðgert var.

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …