Samfélagsmiðlar

548 milljónir til uppbyggingar við ferðamannastaði

Það liggur nú fyrir hvaða verkefni fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. En sjóðurinn er nýttur til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Alls bárust 154 umsóknir um styrki upp á 2,7 milljarða króna en samtals var 548 milljónum úthlutað eða um fimmtungi af þeirri upphæð sem óskað var eftir. Hlutfallslega var mestu úthlutað til uppbyggingar á Suðurlandi eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Þessi verkefni fenguð mestan stuðning samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu:

 • Fossabrekkur 55.200.000 kr.
  Styrkur vegna hönnunar og framkvæmdar í samræmi við deiluskipulag. Verkefnið eykur öryggi ferðamanna og aðgengi að náttúrunni. 
 • Öryggismál og aðgengi við Norðurfjarðarhöfn 55.000.000 kr.
  Styrkur til í að hámarka upplifun gesta, tryggja öryggi þeirra og um leið að efla núverandi samfélag og þá þjónustu sem það vill bjóða upp á. Lögð verður áhersla á að vinna með vistvænar lausnir í framkvæmdum og í öllum innviðum. Að flétta saman sjávarplássið við Norðurfjörð, þjónustu við ferðamenn í sátt og samlyndi við íbúa og náttúru.
 • Bætt öryggi með nýjum útsýnisstíg vegna Eyjafjallagossins 35.837.307 kr.
  Katla jarðvangur fær styrk til að klára að hanna og deiliskipuleggja og síðan framkvæma stíg ásamt útsýnishól þar sem umfjöllun Eyjafallagossins verður gerð góð skil. Verkefnið er sérstaklega brýnt vegna öryggissjónarmiða ferðamanna. 
 • Útsýnis – og áningastaðir á austurbakka Stuðlagils 31.250.044 og Stuðlagil – bætt öryggi við aðkomu 22.590.000 kr.
  Tvö verkefni fá styrk í tengslum við Stuðlagil að þessu sinni. Annað þeirra er styrkur til að bæta öryggi við aðkomu göngufólks og umferð bíla að gilinu (yfirborðsvinnu). Verkefnið stuðlar að náttúruvernd og bætir úr öryggi ferðamanna á mjög fjölförnum ferðamannastað. Hitt verkefnið snýr að útsýnis- og áningarstað á austurbakka gilsins. Framkvæmdirnar fela í sér uppbyggingu á útsýnisstöðum og áningarstöðum í og við Stuðlagil í landi Klaustursels. Uppbygging felst í gerð verkhönnunar og verklegum framkvæmdum vegna útsýnis- og áningarstaða. Einnig að koma upp varanlegum varúðar- og upplýsingaskiltum í og við Stuðlagil austanvert. Á skiltum verða gestir upplýstir um hættur á svæðinu t.d. grjóthrun og fallhættu, ásamt fræðslu um sögu og menningu svæðisins.
Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …