Samfélagsmiðlar

Á þessum flugleiðum dregur British Airways úr samkeppni við íslensku félögin

Skotur á flugverjum er ástæða þess að British Airways þarf nú að skera niður sumaráætlun sína.

Stjórnendur breska flugfélagsins British Airways gáfu það út fyrir helgi að þeir þyrftu að draga úr áætlun sumarsins vegna manneklu. Félagið hefur til að myndað fækkað ferðunum hingað til lands frá London næstu mánuði.

Nú liggur fyrir hvernig niðurskurðurinn í Norður-Ameríku verður og ljóst er breska félagið sér fram á minni umsvif í nokkrum af þeim borgum eru hluti af leiðakerfi Icelandair og Play. En bæði félög gera einmitt út á farþega sem eru til í að millilenda á Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Norður-Ameríku til London og annarra áfangastaða í Evrópu.

Í brottförum talið þá er samdrátturinn hjá British Airways mestur í New York því ferðunum til JFK og Newark flugvallar verður fækkað um allt að tólf í viku. Eftir standa þó nærri sextíu brottfarir í viku frá þessum tveimur flugvöllum.

Til Seattle ætlaði British Airways að fljúga tvisvar á dag líkt og Icelandair gerir. Nú hefur ferðunum verið fækkað niður í tólf í viku. Og Icelandair fær líka ögn meiri frið fyrir breska félaginu í Toronto og Montreal í Kanada. Til þeirrar fyrrnefndu munu þotur British Airways fljúga tíu ferðir í viku í stað fjórtán og sex í stað sjö ferða til Montreal.

Á bandaríska höfuðborgarsvæðinu verður svo lengra en áður var áformað á milli brottfara breska félagsins og sömu sögu er að segja um Boston. En farþegar í bæði Washington og Boston hafa val um daglegar ferðir á vegum Icelandair og Play til Evrópu.

Þessu til viðbótar þá hefur bandaríska flugfélagið United fellt niður hluta af ferðum sínumi frá New York til Frankfurt og Parísar í sumar. Einnig verður ekkert af áætlunarflugi til Stokkhólms. Skýringin á þessu liggur í seinkun á því að félagið geti tekið í notkun á ný fjölda Boeing 777 breiðþota. Þetta kemur fram á vef AeroRoutes.

Nýtt efni

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …