Gistinætur útlendinga á íslenskum hótelum í mars voru 256 þúsund talsins eða fjórðungi færri en á sama tíma árið 2019. Frakkar og nokkrar fleiri þjóðir keyptu hins vegar fleiri nætur á íslenskum hótelum í mars síðastliðnum en þær hafa áður gert á þessum tíma árs.
Gistinætur Frakka voru 15 þúsund eða um átta hundruð fleiri en í mars 2019. Hollendingar bættu gamla metið verulega með tíu þúsund gistinóttum og Svisslendingar fóru í fyrsta sinn yfir fimm þúsund nætur í mars eins og sjá má á neðra grafinu.
Það voru aftur á móti Bretar og Bandaríkjamenn sem stóðu undir flestum gistinóttum þó báðar þjóðir hafi í heildina gisti minna á landinu núna en fyrir þremur árum síðan.