Samfélagsmiðlar

Danir ætla ekki að sleppa tökunum á SAS

Danska ríkið er reiðubúið til að breyta tugmilljarða króna kröfum sínum á SAS í nýtt hlutafé líkt og Svíar ætlar að gera. En öfugt við ráðamenn í Svíþjóð þá eru þeir dönsku tilbúnir til að setja ennþá meira hlutafé í flugfélagið. Þetta tilkynnti Nicolai Wammen, fjármálaráðherra Danmerkur, fyrr í dag en danska á 22 prósent hlut í SAS líkt og það sænska.

Nú stefnir hins vegar í að hlutur Svía dragist verulega saman á meðan Danir gætu eignast allt að þrjátíu prósent hlut í flugfélaginu.

„Það er mikill meirihluti fyrir því á þinginu að halda áfram að axla ábyrgð á stöðunni og hjálpa við að finna lausn,“ sagði Wammen þegar hann tilkynnti um afstöðu Dana.

Þurfa 124 milljarða króna

Staða SAS er einstaklega erfið því sjóðir félagsins tæmast hratt. Af þeim sökum vinna stjórnendur flugfélagsins að því að sannfæra kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé og fá starfsfólki, sér í lagi flugmenn, til að sætta sig við kjaraskerðingar. Þær felast helst í því að ráðningasamningar áhafna verði færðir í ný dótturfélög og launin lækkuð. Þegar þetta tvennt er í höfn er svo ætlunin að ráðast í hlutafjárútboð þar sem safna á að lágmarki 124 milljörðum íslenskra króna.

Kastrup Dönum mikilvægur

Jafnvel þó Danir séu helmingi færri en Svíar þá hefur SAS síðustu áratugi sett Kaupmannahafnarflugvöll í forgang. Þaðan flýgur félagið til fleiri áfangastaða en frá Stokkhólmi og Ósló. Af þeim sökum er Kastrup fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og jafnframt stærsti vinnustaðurinn í Danmörku. Og að mati sérfræðinga er það ein helsta ástæða þess að í Danmörku er pólitísk samstaða um að halda áfram stuðningi við SAS.

Hvað gera Norðmenn?

Skandinavísku ríkin þrjú voru lengi leiðandi í hlutahafahópi SAS en fyrir fjórum árum seldu Norðmenn sinn hlut. Þá var hægri stjórn í Noregi en nú sitja jafnaðarmenn við stjórnvölinn og þeir útiloka ekki þátttöku í fjárhagslegri endurskipulagningu SAS. Í fyrsta lagi með því að breyta nærri þrjátíu milljarða króna kröfu sinni á flugfélagið í hlutafé en líka með því að fjárfesta á nýjan leik.

Norska ríkið rétti líka Norwegian hjálparhönd í heimsfaraldrinum en það félag náði að afskrifa um 95 prósent af skuldum sínum í fjárhagslegri endurskipulagningu sem tók nærri allt Covid-19 tímabilið. Nú reyna stjórnendur SAS að leika þetta eftir jafnvel þó samningsstaða þeirra hefði verið mun betri fyrir tveimur árum síðan. Þáverandi forstjóri SAS hefur verið gagnrýndur fyrir að ganga ekki harðar fram á þeim tímapunkti í stað þess að koma félaginu í gegnum faraldurinn með aukinni skuldsetningu. En sá skuldabaggi er félaginu ofviða í dag.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …