Samfélagsmiðlar

Heathrow fær ekki að hækka gjöldin

Horfur eru á að bresk flugmálayfirvöld heimili ekki Heathrow-flugvelli að hækka flugvallargjöldin jafn mikið og stjórnendur flugvallarins telja nauðsynlegt til að viðhalda nauðsynlegu þjónustustigi vellinum og tryggja góða upplifun farþega.

Yfirvöld á Heathrow vilja bæta upplifun farþega - en það kostar hærri gjöld.

Bresk yfirvöld neyðast til að láta undan þrýstingi flugfélaga og draga úr fyrirhuguðum hækkunum lendingargjalda á Heathrow-flugvelli næstu fjögur árin. Stóru flugfélögin British Airways og Virgin hafa í marga mánuði átt í harðri deilu við flugvallaryfirvöld um gjaldtökuna. Þótt Heathrow-flugvöllur sé einkarekinn er hann háður hinu opinbera varðandi flugvallargjöld.

Af hálfu Heathrow-flugvallar var því haldið fram að tvöfalda þyrfti gjaldtöku til að standa straum af nauðsynlegum lagfæringum á flugvellinum, bæta þjónustu við viðskiptavini og laða um leið að fjárfesta. Flugfélögin snérust hart gegn frekari gjaldtöku og sögðu Heathrow þegar dýrasta flugvöll heims. 

Bresk flugmálayfirvöld sögðu að miðað við þær verðlagshorfur sem spáð væri myndi hámarksgjald á hvern farþega lækka úr 30 í 26 pund en ákvörðun um þetta hefur ekki verið tekin. Áður hafði verið búist við að gjaldið hækkaði í á bilinu 24 til 34 pund. Fyrir tveimur árum var gjaldið um 22 pund á farþega. 

Af hálfu Heathrow-flugvallar er því haldið fram að flugmálayfirvöld vanmeti tekjuþörfina til að standa undir góðri þjónustu við farþega. Ákvörðun flugmálayfirvalda um að draga úr hækkun muni minnka fjárfestingar í þjónustu og leiða til verri upplifunar farþega á Heathrow. 

Flugmálayfirvöldin bresku búast við að tilkynna lokaákvörðun sína um flugvallargjöldin í haust, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. 

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …