Samfélagsmiðlar

Lækkuðu sjöttu vikuna í röð

Þotur SAS og Norwegian við flugstöðina í Ósló. Hlutabréfin í félögunum tveimur fóru í sitthvora áttina í vikunni.

Gengi hlutabréfa í flugfélögum heldur áfram að lækka en þessi þróun einskorðast ekki bara við flug- og ferðageirann því hlutabréfavísitölur síga víða.

Markaðsvirði Icelandair og Play hefur þó lækkað meira en úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar líkt og Túristi fór yfir nýverið. Og þegar þessi vika er gerð upp þá er niðurstaðan sú sama því gengi flugfélaganna tveggja lækkaði þónokkuð meira en hlutabréf, skráð hér á landi, gerðu almennt. Þetta var sjötta vikan í röð sem gengi hlutabréfa í íslensku félögunum fer niður á við.

Í hinum norrænu kauphöllunum lækkuðu líka bréfin í SAS, Finnair og Flyr en aftur á móti var umtalsverð hækkun á bréfum Norwegian. Sú hækkun kom reyndar öll fram á mánudaginn eftir að tilkynnt var um samning félagsins við Boeing um kaup á alla vega fimmtíu Max þotum. Fjárfestar tóku því líka vel þegar stjórnarformaður Norwegian, Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri hérlendis, keypti hlutabréf í félaginu fyrir um eina milljón norskra króna eða tæpar 15 íslenskar milljónir.

Aftur á móti lækkuðu bréfin í Play eftir að einn af framkvæmdastjórum félagsins seldi á miðvikudaginn nærri öll þau bréf sem hann fékk rétt á að kaupa í vor. Samkvæmt upplýsingum frá Play þá voru kaupréttir gefnir út til hluta þess starfsfólks sem kom að stofnun félagsins árið 2019 í ljósi þess að það hafði unnið „á skertum launum eða launalaust stóran hluta þessa tímabils.“ Þeir starfsmenn sem fengu bréfin gátu frá og með apríl sl. selt hluti sína.

Það var hins vegar SAS sem leiddi lækkanir í vikunni en félagið birti í vikunni uppgjör fyrir tímabilið febrúar til apríl. Í tengslum við uppgjörið gáfu stjórnendur flugfélagsins út að gangurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu þess væri hægur. Þá má líka ljóst vera að hlutur núverandi eigenda verður skertur verulega ef nýir fjárfestar koma að félaginu.


Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …