Samfélagsmiðlar

Lýsa yfir stuðningi við Icelandair nú þegar stutt er ákvörðun um frekari fjárfestingu

Ef hlutabréfakaup Bain Capital í Icelandair yrðu gerð upp í dag þá myndi sjóðurinn tapa hundruðum milljóna króna.

Bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit á um fimmtán prósent hlut í Icelandair og er langstærsti hluthafi flugfélagsins. Í lok næsta mánaðar fær sjóðurinn rétt til að nýta áskriftarrétti sín og auka hlut sinn um fjórðung. Um leið þarf að auka hlutafé í Icelandair í fimmta sinn frá haustinu 2020.

Ef af þessum viðskiptum verður þá fara þau fram á genginu 1,64 krónur á hlut. Það er tólf prósent hærra verð en markaðurinn metur Icelandair á í dag.

Ef Bain Capital lætur slag standa og borgar yfirverð fyrir viðbótarhlut í Icelandair þá fær flugfélagið um 2,3 milljarða króna fyrir nýju bréfin. Þar með myndi fjárhagsstaðan styrkjast töluvert og um leið fengi bandaríski sjóðurinn 18 prósent í flugfélaginu. Eign annarra hluthafa myndi dragast saman. Þannig færi hlutur Brúar lífeyrissjóðs, næststærsta hluthafans, úr 4,14 prósentum niður í 3,99 prósent.

Gætu bætt stemninguna í Kauphöllinni

Bandaríski sjóðurinn á líka þann kost að auka hlut sinn í Icelandair með því að kaupa bréf á almennum markaði og þar með borga minna fyrir hvert bréf en áskriftarréttindin kveða á um. Það má þó reikna með gengi Icelandair myndi hækka eitthvað ef bandaríski sjóðurinn færi að kaupa bréf í stórum stíl á markaði. Það gæti líka hreyft við hinum almenna fjárfesta og bréfin þá mögulega hækkað.

Bain Capital á líka þann kosta að gera hvoru tveggja. Fyrst kaupa hlutabréf á almennum markaði og tilkynna um þau viðskipti í kauphöll og svo nýta áskriftarréttindin.

Þurfa að ákveða sig eftir mánuð

Forsvarsmenn bandaríska sjóðsins vilja þó ekki gefa út skýr svör um hvað þeir hyggist gera en þeir fá tíu daga í kjölfar næsta uppgjörs Icelandair til að ganga frá viðskiptunum. Von er á þessu uppgjöri undir lok næsta mánaðar.

Í svari Bain Capital, við fyrirspurn Túrista, um stöðu fjárfestingarinnar í Icelandair, er þó lýst yfir skýrum stuðningi við flugfélagið.

„Við styðjum með afgerandi hætti fyrirtækið, stjórnendateymi þess og langtíma stefnumótun. Við eru mjög eftirvæntingarfull varðandi framtíð félagsins og vaxtarmöguleika,“ segir í svarinu en í því samhengi ber að geta að Bain Capital er með einn fulltrúa í stjórn Icelandair.

Eru í mínus í dag

Bain Capital keypti bréfin sín í Icelandair fyrir einu ári síðan á genginu 1,43 krónur á hlut og greiddi 8,1 milljarð króna fyrir. Sú upphæð jafngilti þá 66,1 milljón bandaríkjadala en ef sjóðurinn seldi hlut sinn í dag fengi hann aðeins 62,4 milljónir dollara fyrir hlutinn. Þessi mínus skrifast á styrkingu krónunnar því hún hefur sótt í sig veðrið síðastliðið ár á meðan gengi hlutabréfa Icelandair er aðeins tveimur prósentum hærra í dag en var þegar Bain Capital gerðist hluthafi. Í krónum talið hefur hlutur Bain Capital lækkað um 484 milljónir króna.

Gengi Icelandair var þó mun hærra fyrr á þessu ári en markaðsvirðið hefur fallið um þriðjung frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Spá stjórnenda félagsins um jákvæða afkomu í ár hefur líka verið dregin tilbaka.

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …