Samfélagsmiðlar

Fraktflug til Kaliforníu hefst í haust

„Farþegar hafa nýtt sér einstaka möguleika tengistöðvar Icelandair í Keflavik um áratugaskeið. Nú viljum við taka sama skrefið með frakt," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, um metnaðarfull áform félagsins.

Icelandair Cargo fær tvær breiðþotur í haust og um leið fjöglar áfangastöðum félagsins.

„Við höfum sótt um slott í Los Angeles frá og með næstu vetraráætlun sem hefst í lok október fyrir fraktflug á Boeing 767-300 fraktvélum. Við stefnum á þrjár ferðir í viku til að byrja með og eigum þessa dagana í samræðum við væntanlega samstarfsaðila í Bandaríkjunum og Evrópu um nýtingu á þessu aukna plássi sem við munum bjóða upp á,“ segir Gunnar Már aðspurður um áform félagsins á vesturströnd Bandaríkjanna.

Gunnar bendir á að tvær nýjar fraktvélar bætist við flotann nú í lok október og þá muni Icelandair Cargo bæta við ferðum yfir Norður-Atlantshafið.

„Við ætlum að fljúga til Los Angeles, Chicago, New York og Liege á þessum vélum, en við erum líka að skoða aðra staði í Evrópu sem gætu bæst við þegar nær dregur. Þetta er fyrsta skrefið í að byggja upp tengistöð fyrir flugfrakt sem er sambærileg við það sem við þekkjum í farþegafluginu.“

Samhliða þessari sókn þá vinnur Icelandair að því að stækka vöruhús félagsins við Keflavíkurflugvöll og eins bæta aðbúnað fyrir fraktflutninga sem kalla á sérstaka þjónustu, til að mynda lyf.

Það eru því ekki bara íslenskar sjávarafurðir og bandarískir ávextir sem verða í þotunum sem munu fljúga héðan til Los Angeles frá og með haustinu.

„Við erum í raun að horfa til þess að flytja allar þær vörur sem fluttar eru flugleiðis á Norður-Atlantshafinu, sem er einn stærsti fraktflugsmarkaður í heimi. Með því að fjölga áfangastöðum og auka tíðni fraktfluga milli Evrópu og Bandaríkjanna munu opnast fullt af nýjum tækifærum fyrir íslenska út- og innflytjendur. 

Í Kaliforníu er ein mesta ávaxta- og grænmetisræktun í heimi og með beinni tenginu við þann markað styttum við flutningstíma á ávöxtum og grænmeti um marga daga. Það er tvímælalaust fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og þá sem flytja inn þessar vörur.

Íslenskir útflytjendur á fiski hafa byggt upp mjög sterkan markað á austurströnd Bandaríkjanna fyrir ferskan fisk en lítið hefur verið gert á vesturströndinni. Með því að tryggja reglulega og áræðanlega flutninga þangað þá sjáum við okkur fært að þjónusta þann markað á sambærilegan hátt og bjóða upp á hágæða íslenskt, ferskt sjávarfang sem fáir geta keppt við. Auk þess opnast möguleikar fyrir alla aðra vöru sem Íslendingar hafa áhuga á að kaupa frá Kaliforníu en af nógu er að taka á þeim markaði,“ útskýrir Gunnar.

Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort þessir fraktflutningar til Los Angeles opni fyrir möguleika á farþegaflugi til borgarinnar. Það geti þó gerst með tíð og tíma segir Gunnar en Icelandair hefur í tvígang á þessari öld spreytt sig á áætlunarflugi til San Francisco. Wow Air hélt úti tíðum ferðum á sínum tíma til bæði Los Angeles og San Francisco en í dag takmarkast flug héðan til vesturstrandar Bandaríkjanna við flug Icelandair til Seattle.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …