Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflugvöllur opinn á ný en TF-FIK áfram á Heathrow

Allri umferð var beint frá Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöld vegna sprengjuhótunar um borð í þotu bandaríska flutningafélagsins UPS sem var á leið til Bandaríkjanna. Þotunni var lent á Keflavíkurflugvelli um miðnætti en engin sprengja hefur fundist í vélinni samkvæmt frétt RÚV og flugvöllurinn því opinn á nýjan leik.

Þær farþegaþotur sem snúa varð frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöld, vegna sprengjuhótunarinnar, komast því á leiðarenda. Þannig lenti vél Play fyrir stundu en sú var á leið til Íslands frá Madríd en þurfti að bíða á Akureyri í nótt. Sömu sögu er að segja af flugvélum Transavia og Wizz Air sem fóru til Egilsstaða í gærkvöld og einnig eru farþegar Play, sem voru á leið hingað frá Barcelona, væntanlegir til Keflavíkur eftir að hafa dvalið í Glasgow í nótt.

Sprengjuhótunin í farþegaþotu UPS er ekki eina atvikið sem setti flugumferð, til og frá landinu, úr skorðum í gærkvöld því þota Icelandair, TF-FIK, komst ekki í loftið frá Heathrow flugvelli í gærkvöld eftir árekstur við þotu Korean Air. Annar vængur þeirrar síðarnefndu mun hafa rekist utan í TF-FIK með þeim afleiðingum að stélið skemmdist á þessari 22 ára gömlu Boeing 757 þotu.

Farþegar Icelandair komust því ekki til landsins í gærkvöld en næsta brottför félagsins frá Heathrow er á dagskrá um hádegisbilið í dag. British Airways býður reyndar upp á ferð frá Heathrow til Keflavíkurflugvallar rétt fyrir klukkan átta að breskum tíma.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …