Samfélagsmiðlar

770 milljón króna samningur um þrif

Ræstingar á Leifsstöð og fleiri byggingum á Keflavíkurflugvelli voru hluti af útboðinu.

Nýverið fór fram útboð á ræstingum á Keflavíkurflugvelli og urðu Dagar hf. hlutskörpust í því með 91 stig af 100 mögulegum. Valið í útboðinu byggði að 30 prósentum á umhverfissjónarmiðum og í tilkynningu frá Isavia segir að líklega hafi umhverfisþáttum ekki áður verið gefið jafn mikið vægi í útboði sem framkvæmt hefur verið á Íslandi.

„Umhverfisþættirnir sem voru metnir sérstaklega voru eldsneytisnotkun og þar með kolefnisspor, umhverfisvæn efnanotkun og ISO 14001 vottun. Dagar voru eina fyrirtækið sem bauð í verkið sem var komið með ISO 14001 vottun. Isavia fékk sína ISO 14001 vottun fyrir um ári síðan,“ stendur í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að Svansvottun hafi verið grunnkrafa í útboðinu og aukastig voru í boði fyrir þau fyrirtæki sem ganga lengra í umhverfismálum en lágmarkið segir til um.

„Þessar áherslur í útboði Isavia eru í skýru samræmi við metnaðarfulla sjálfbærnistefnu félagsins,“ segir Jófríður Leifsdóttir, deildarstjóri umhirðu og ásýndar hjá Isavia. „Við hjá Isavia höfum sett okkur það markmið að verða kolefnislaus í okkar rekstri árið 2030 og þetta er einn mikilvægur hluti af leið okkar þangað. Við erum að auka sjálfbærni í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli og fá alla sem þar vinna með okkur í þá vegferð, því saman náum við árangri.“

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá buðu Dagar hf. 256.628.167 krónur á ári fyrir samning sem tekur til 3 ára með möguleika á framlengingu. Heildarupphæð samningsins er því um 770 milljónir króna en verkið snýr að flugstöðinni við Keflavíkurflugvöll og einnig byggingar og skrifstofur Isavia á eystra hlaði flugvallarsvæðisins.

„Við fögnum áframhaldandi samstarfi við Isavia,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga. „Hreinlæti og ásýnd er mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins og fékk hann viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021, nokkuð sem við erum afar stolt af. Isavia eru, eins og Dagar, með metnaðarfull markmið í umhverfismálum og er það því okkur sérstakt ánægjuefni að ISO 14001 umhverfisvottun Daga hafi talið í mati fyrirtækisins á þjónustuaðila til framtíðar.“

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …