Samfélagsmiðlar

Condor nýtur enn um sinn tenginets Lufthansa

Þýska orlofsferðaflugfélagið Condor hefur enn heimild til að bjóða farþegum sínum tengiflug með Lufthansa, sem vill hverfa frá því fyrirkomulagi. Þýsk samkeppnisyfirvöld fyrirskipuðu Lufthansa í síðasta mánuði að viðhalda samstarfinu við Condor. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað. Næsta vor ætlar Condor að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða.

Lufthansa hafði tilkynnt fyrir nokkru að það myndi slíta bókunarsamstarfi við Condor, sem byggist á sögulegum grunni. Þýsk samkeppnisyfirvöld komu í veg fyrir þessi áform 1. september eftir að miklar kvartanir höfðu borist um það frá Condor að Lufthansa væri að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að segja upp samstarfssamningi. Lufthansa hafði margsinnis reynt að ljúka samstarfinu en ákvað eftir inngrip samkeppnisyfirvalda að fresta samningsslitum til loka októbermánaðar. En það gæti dregist að fá endanlega niðurstöðu.

Talsmaður Lufthansa sagði í tilkynningu sem send var út þegar samkeppnisúrskurðurinn lá fyrir að félagið teldi sér ekki lagalega skylt að veita farþegum Condor rétt til að bóka framhaldsflug með Lufthansa en ákveðið hefði verið að gefa frest til loka október þegar háönn lyki. Úrskurðinum var síðan áfrýjað til dómstóls í Düsseldorf. Lufthansa sættir sig augljóslega illa við að þurfa að styðja við uppgang Condor, sem næsta vor bætir Akureyri og Egilsstöðum í leiðakerfi sitt. Þegar má bóka ferðir milli Frankfurt og þessara tveggja bæja á norðanverðu Íslandi.

Í úrskurði sínum höfðu samkeppnisyfirvöld bent á að enginn vafi léki á því að Lufthansa væri eina flugfélag Þýskalands með víðtækt tenginet við stærstu flugvelli landsins – í Frankfurt, München og Düsseldorf – og í ljósi þessarar yfirburðastöðu þyrfti að gæta sérstaklega að því að félagið misnotaði ekki stöðu sína. Það hefði ríkar skyldur gagnvart keppinautum sínum. Bent var á að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Condor og farþega félagsins að missa möguleikann á að tengjast bókunarkerfi Lufthansa.

Þýska þjóðarflugfélagið Lufthansa var meðal stofnenda Condor, sem sérhæfir sig í að flytja orlofsfarþega víða um heim. Thomas Cook-samsteypan eignaðist meirihluta í Condor um aldamótin. Árið 2006 átti Lufthansa þó enn tæpan fjórðung í Condor. Á meðan Condor var í meirihlutaeigu Thomas Cook-samsteypunnar var ákveðið að farkostir félagsins yrðu Airbus A320. Við fall Thomas Cook árið 2019 ákvað þýska ríkið að verja Condor falli og eignaðist félagið. Í maí 2021 keypti fjárfestingafélagið Attestor Capital meirihluta í Condor og hófst þá endurnýjun á flota langdrægra flugvéla félagsins. Fyrir rúmu ári var tilkynnt um kaup á 16 Airbus A330-900 sem skyldu leysa af hólmi Boeing 767-300ER-vélar í flota félagsins. Condor flytja um níu milljónir farþega með yfir 50 flugvélum vítt og breitt um heiminn á ári hverju

Nýtt efni

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …

Þessar breytingar á álögum á skemmtiferðaskipin sem koma til Grænlands taka gildi 1. janúar 2024. Við gerð fjárlaga síðasta árs náðist samkomulag milli flokkanna á grænlenska þinginu um að hefja að nýju innheimtu farþegagjalda. Hafnargjald var látið leysa farþegagjald af hólmi árið 2015. Vegna fjölgunar skemmtiferðaskipa og álagsins sem fylgir komum þeirra fyrir lítil samfélög …

norwegian vetur

„Umferðin í nóvember er alla jafna minni og líka í janúar og febrúar. Þú hefur þá um tvennt að velja. Fljúga með óbreyttum hætti, lækka verðið og fljúga hálftómum þotum. Hinn kosturinn er að minnka framboðið og spara pening. Áður fyrr valdi Norwegian fyrri leiðina en nýir stjórnendur hafa kosið seinni kostinn," sagði Svein Harald …