Samfélagsmiðlar

Japan opnað ferðafólki

Eftir meira en tveggja ára ferðahindranir vegna Covid-19 hafa Japanar aflétt kröfum um vegabréfsáritanir ferðafólks frá fjölda landa og horfið frá ströngu eftirliti á landamærum. Ríkisstjórnin vonast til að endurkoma ferðafólksins blási lífi í efnahag landsins. Þó er þess ekki að vænta að endurheimtin verði hröð vegna þess að mikill skortur á vinnuafli dregur úr getunni til að taka á móti erlendum gestum að nýju.

Kvöld í Tókýó

Það eru blendnar tilfinningar sem bærast með Japönum í dag þegar helstu hindrunum fyrir endukomu ferðafólks frá fjölmörgum löndum er rutt úr vegi. Margt eldra fólkið kunni vel að meta friðinn sem færðist yfir götur og torg í fjarveru túristanna, sem eru ekki aðeins háværir og fyrirferðarmiklir heldur gæti líka stafað af þeim smithætta. Yngra fólkið er opnara og jákvæðara í garð útlendinganna. Forráðamenn ferðaþjónustunnar í landinu varpa örugglega öndinni léttar enda gengið í gegnum miklar þrengingar á tímum kórónafaraldursins. Þá vonast Fumio Kishida, forsætisráðherra, eftir því að aukinn straumur ferðafólks örvi japanskt efnahagslíf. Ekki mun af veita. Jenið hefur ekki verið verðminna í 24 ár, segir Reuters-fréttastofan.

Taito-hverfi í Tókýó – Mynd: ÓJ

Aðeins rúmlega hálf milljón ferðamanna hefur komið til Japans það sem af er ári miðað við tæplega 32 milljónir á sama tíma 2019. Vonast hafði verið eftir 40 milljónum 2020, árið sem sumarólympíuleikarnir voru haldnir, en kórónaveiran slökkti í þeim vonum. Nú áætlar ríkisstjórnin að ferðafólkið gæti skilað japönsku hagkerfi framvegis árlega sem svarar 34,5 milljörðum Bandaríkjadollara. Það gæti verið full mikil bjartsýni vegna þess hversu lítt sveigjanlegur japanskur vinnumarkaður er og ferðaþjónustan löskuð eftir faraldurinn. Meira en fimmti hver hótelstarfsmaður í landinu missti vinnuna.

Forráðamenn Japan Airlines segja að bókanir á flugi til landsins hafi þrefaldast frá því tilkynnt var um tilslakanirnar en búast ekki við að eftirspurn erlendis verði orðin jafn mikil og fyrir faraldur fyrr en árið 2025. Dauflegt er um að litast á Narita-flugvelli við Tókýó. Helmingur verslana og veitingastaða er enn lokaður. Eigendur þeirra búast ekki við hröðum viðsnúningi og benda á að enn verði bið á því að ferðafólk frá mörgum löndum láti sjá sig, nægir þar að nefna kínverska ferðamenn. Þá verða áfram í gildi kvaðir um að fólk beri andlitsgrímur í fjölmenni og sýni mikla tillitssemi. Það gæti vantað aðeins upp á gleðina og áhyggjuleysið sem ríkti fyrir faraldur.

Götumynd frá Tókýó fyrir faraldur – Mynd: ÓJ

Jafnvel þó ráðamenn í Japan reikni það út á blaði hversu mikils megi vænta af endurkomu ferðafólks frá Vesturlöndum þá er augljóst að margar hindranir eru í veginum, ekki síst áðurnefndur skortur á starfsfólki. Þrjú af hverjum fjórum hótelum í Japan vantar fólk. Margir sem þjónuðu túristum fyrir faraldurinn eru horfnir til annarra og betur launaðra starfa. Ekki verður einfalt að laða þetta fólk til baka enda ferðaþjónustan í landinu alræmd fyrir að borga lág laun. Líklega þarf að koma til opinber stuðningur eða niðurgreiðslur til að auðvelda japanskri ferðaþjónustu róðurinn og til að væntingar um hraða endurheimt í hagkerfinu gangi eftir.

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …