Samfélagsmiðlar

Löskuð Flórída opnar faðminn

Ferðamálasamtök í Flórída hafa hrundið af stað markaðsherferð til að vinna gegn neikvæðum áhrifum af völdum fellibylsins sem gekk þar yfir á dögunum og olli miklu tjóni. Mest varð tjónið á suðvestanverðum Flórídaskaga.

florida fort myers

Ströndin á Fort Myers á Flórída á góðum degi

Veðurlag er meðal þess sem mótar orðspor landsvæða og hefur áhrif á gengi ferðaþjónustu. Þeir sem kæra sig alls ekki um að klæðast flíspeysu, úlpu og húfu í fríinu sínu eru ólíklegir til að heimsækja Ísland. Flórída yrði frekar fyrir valinu. En hvaða áhrif hafa fréttir af stórviðrum þar eins og af eyðileggingunni sem fylgdi fellibylnum Ian á dögunum? Ian var ógnarlegasti fellibylur sem gengið hefur á land á Flórídaskaganum frá árinu 1935. Hið minnsta 119 létu lífið, margt fullorðið fólk, stór hluti þess drukknaði í hamförunum. Auðvitað laskaðist orðspor sólskinsríkisins.

Fram að þessum ósköpum hafði verið uppgangur í ferðaþjónustunni í Flórída. Um 69 milljónir manna höfðu heimsótt skagann á árinu. Ferðavefurinn Skift hefur eftir Dana Young, forstjóra Visit Florida, sem eru ferðamálasamtök og einkarekin markaðsskrifstofa ferðaþjónustunnar í ríkinu, að litið hafi út fyrir að ferðamannafjöldinn í ár færi yfir töluna frá árinu 2019. Hún segist enn halda í vonina um að það takist. En sú von byggist á því að þau sem höfðu skipulagt Flórídaferð velji aðra staði innan ríkismarkanna frekar en að hverfa eitthvert annað. 

Visit Florida hefur þegar brugðist við áföllunum sem fylgdu fellibylnum Ian og hamra járnið í nýrri markaðsherferð sem ber yfirskriftina Sólin skín í Flórída. Markmiðið er að láta fólk vita að Flórídaríki sé opið og öruggt fyrir gesti. Í kynningarefninu eru birtar myndir af stöðum sem sem ekki urðu fyrir neinum skakkaföllum í fellibylnum á dögunum.

Mesta tjónið varð í suðvesturhluta Flórída, á Fort Myers-ströndinni, á eyjunum Sanibel og Pine, og í hluta Collier-sýslu þar sem er að finna þekkta strandbæi og svæði: Naples og Marco-eyju. Annars staðar í Flórída ætti ferðamaðurinn ekki að sjá mikil merki þess að fellibylur hafi riðið yfir. Í Orlando, Tampa og St.Augustine gengur lífið sinn vanagang í ferðaþjónustunni. Á Fort Myers-ströndinni, sem hefur verið vinsæll áfangastaður ferðafólks, varð töluvert tjón en uppbygging þar er hafin og jafnvel hafa einhver hótel þegar verið opnuð gestum. 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …