Samfélagsmiðlar

Norðurland og beint samband við útlönd

Akureyringar og nærsveitamenn í ferðaþjónustu vonast til að í náinni framtíð fjölgi beinum flugtengingum við útlönd. Það myndi hafa í för með sér gríðarleg tækifæri í uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands gerir sér vonir um að 40 til 50 þúsund farþegar fari um Akureyrarflugvöll í millilandaflugi árið 2023.

Grunnur viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli

Á fundi Íslandsbanka um efnahagshorfur sem fram fór í Hofi á Akureyri í morgun lýsti Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands, bjartsýni um framtíð millilandaflugs um Akureyrarflugvöll eftir að Niceair hóf starfsemi sína. Hún telur góðar horfur á að flogið verði í beinu flugi til átta til tíu áfangastaða, auk tengiflugs Icelandair milli Akureyrarflugvallar og Keflavíkurflugvallar á næsta ári. Þetta gæti þýtt að 600 til 700 flugferðir í millilandaflugi verði um Akureyrarflugvöll með 40 til 50 þúsund farþega.

Arnheiður Jóhannsdóttir – Mynd: ÓJ

Samkvæmt heimildum Túrista hafa aðilar á vegum hollenska flugfélagsins KLM verið í könnunarviðræðum við fulltrúa ferðaskrifstofa um hvort fýsilegt gæti verið að fljúga með farþega beint til Akureyrar en Transavia, dótturfélag KLM, hefur flogið norður með jöfnu millibili frá Hollandi.

Þá hefur breska flugfélagið Easyjet jafnframt í nokkur ár skoðað möguleikana á flugi til Akureyrar. Vonast hafði verið til að það gæti hafist strax í næsta mánuði en úr því verður ekki. Efnahagsaðstæður í Bretlandi eru ekki uppörvandi hvað varðar þessar áætlanir allar.

Viðmælendur Túrista segja of snemmt að segja til um hvað komi út úr þessum þreifingum og Arnheiður Jóhannsdóttir sagðist í morgun ekkert geta staðfest annað en að margt væri í skoðun.

Líklegt er að ákvörðun Condor um að hefja áætlunarflug frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor ýti við öðrum í fluggeiranum.

Uppfyllingar við Akureyrarflugvöll – Mynd: ÓJ

Framkvæmdir við 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli standa yfir og er áætlað að hún verði tilbúin haustið 2023. Tafir hafa orðið á verkinu, ekki síst vegna vandræða með aðföng. Nýtt flughlað verður malbikað næsta sumar. Þá verður haldið áfram með uppfyllingar og undirbúning lóða fyrir flugskýli og betri aðstöðu á vellinum.

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …