Samfélagsmiðlar

Fasteignakaup á draumaeyju Íslendinga

Í grein sem birt er í bandaríska stórblaðinu The New York Times er augunum beint að fasteignamarkaðnum á Tenerife. Íslendinga er getið í kaupendahópi.

Playa Fañabé á Tenerife við sólsetur

Fram kemur hjá The New York Times að spurn eftir fasteignum sé meiri í Las Palmas de Canaria og Santa Cruz de Tenerife, meginborgum Kanaríeyja, en í öðrum helstu borgum Spánar. Blaðið beinir athygli að átta herbergja villu í miðbæ Icod de los Vinos á norðvesturströnd Tenerife, sem margir íslenskir ferðalangar þekkja. Þetta glæsihýsi var reist snemma á 19. öld og er í svonefndum Mudéjar-stíl, þar sem gætir íslamskra áhrifa. Þetta er rúmgott þúsund fermetra húsnæði enda var þar ráðhús í eina tíð og síðar skemmtiklúbbur. Fyrir áhugasama íslenska fasteignakaupendur, sem langar að dvelja í hinu eilífa sumri á Tenerife, er rétt að nefna strax að prísinn á þessu húsi er 1,6 milljónir evra. Ódýrari kostir eru hinsvegar í boði.

La Caleta á Tenerife – MYND: ÓJ

Fyrsta tilfelli Covid-19 var greint á Kanaríeyjum í janúar 2020. Stjórnvöld tóku fast á málum en um leið botnfraus fasteignamarkaðurinn. Líf færðist síðan aftur í fasteignaviðskiptin á eyjunum undir lok ársins 2021 þegar byrjað var að aflétta ferðatakmörkunum. Þau hafa síðan verið á hraðri uppleið allt þetta ár vegna áhuga viðskiptavina frá Bretlandi, Norðurlöndunum, Mið-Evrópu – og í vaxandi mæli frá löndum í austanverðu Evrópusambandinu. Efnaðir Austur-Evrópubúar eru nýir á þessum markaði og hugsanlega í leit að öruggum fjárfestingarkostum á tímum efnhagslegrar óvissu. 

Ekki þarf að hafa mörg orð um rómað veðurlag, fagra náttúru og fjölbreytileika í menningu á Kanaríeyjum en minni framfærslukostnaður en víðast annars staðar í Evrópusambandinu skýrir ekki síst ásókn í fasteignir á eyjunum. Og sala fasteigna til útlendinga vex stöðugt á Kanaríeyjum. Mest er salan á Tenerife og Lanzarote en spurn er líka eftir eignum á Fuerteventure, Gran Canaria og á litlu eynni La Palma. 

Buenavista á norðanverðri Tenerife – MYND: ÓJ

Áður voru Bretar stórtækastir í fasteignakaupunum en það breyttist með Brexit. Nú koma flestir kaupendur frá Þýskalandi. Anton Sorokko, stofnandi og stjórnandi fasteignasölunnar Asten Realty, segir við The New York Times að „kaupendur frá Bretlandi, Belgíu, Ítalíu, Svíþjóð og Íslandi horfi gjarnan hýru auga til Tenerife en Gran Canaria heilli frekar Þjóðverja og aðra Norðurlandabúa, Frakkar kjósi Lanzarote. Þá fjölgi Pólverjum og Tékkum í kaupendahópnum, en þeir voru áður sjaldséðir.”

Teide – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …